Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Síða 82
G í s l i S i g u r ð s s o n
82 TMM 2006 · 4
hús þar sem Hinir tveir sátu gneypir og grimmir eins og örn á kletti yfir mál-
semdarhlut systkinanna, en veslings stúlkurnar sátu hljóðar og spunnu, buguð
úr þeim kætin.
…
Ég kynntist öðrum hrægamminum lítillega alllöngu síðar, því hann var faðir
minn, og get ég nú ekki sannara orð talað en það, að í tungutak hans þótti mér
ekki ýkjamikið varið, því það var sem snúið út í hött, uppfullt af ólíkindalátum.
Þetta hafði hann upp úr sínu yfirlæti og mikilmennsku gagnvart konunum, og
ekki er til stafur skrifaður eftir þann mann, og verður aldrei. Ég tilfæri þetta dæmi
til viðvörunar.
Dæmi Málfríðar er uppörvandi og sýnir að þrátt fyrir allt er margt í
okkar nútímaþjóðfélagi sem hefur þokast í átt til betri vegar.
Það er algeng dægrastytting fólks á eftirlaunaaldri að hlusta á útvarp
og safna saman málvillum í þeirri trú að málfari landsmanna fari nú
aftur hraðbyri. Og sú þjóðsaga gengur um bæinn að ekki séu lengur
lesnar prófarkir á dagblöðum. Þær eru lesnar sem aldrei fyrr og blaða-
menn Morgunblaðsins þreyta sérstakt íslenskupróf sem þekktist ekki
áður fyrr þegar allri málfarsábyrgð var varpað á handrita- og prófarka-
lesarann í prentsmiðjunni. Sennilega má með réttu halda því fram að
aldrei hafi verið betur staðið að málvöndun á Íslandi og að aldrei hafi
verið jafn margir jafn vel talandi og jafn vel skrifandi fjölmiðlamenn á
Íslandi og einmitt núna. Það er líka þjóðsaga að málfar hafi verið sérlega
gott „hérna áður fyrr“. Þá, ekki síður en nú, var fjöldi fólks sem hneyksl-
aðist á málfarinu „nú til dags“ miðað við það sem áður var. En þrátt fyrir
þessa traustu vígstöðu er ekki hægt að kalla málfarsherinn heim. Það er
enginn sigur í sjónmáli, friðartímarnir koma aldrei, heldur erum við
dæmd til að taka upp vopnin á hverjum morgni og halda baráttunni
áfram.
Gallinn er sá að það getur reynst mönnum skeinuhætt að hæla fjöl-
miðlafólki fyrir málfar og fullyrða að aldrei hafi starfað jafn margir jafn
vel máli farnir fjölmiðlamenn á Íslandi. Algeng andmæli við þessu birt-
ast í klisjunni um íþróttafréttamenn, að þeir séu nú ekki nógu góðir í
málinu. Gegn því er hægast að benda á ótrúlega mælsku margra þeirra
við að lýsa leikjum íslenska landsliðsins. Mér er til efs að margir sem
harðast ganga fram í málvöndun sinni gætu leikið það eftir að tala
blaðalaust jafn lengi og jafn hratt um jafn spennandi efni – án þess að
klúðra því með eftirminnilegum hætti.
Hitt er satt og rétt að málóttinn heldur fjölmiðlafólki vakandi í mál-
farsefnum. Ógnarstjórn okkar í mállögreglunni hefur valdið því að
menn ritskoða sjálfa sig líkt og í einvaldsríkjum þar sem óttinn er eitt