Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 83
Í s l e n s k m á l p ó l i t í k
TMM 2006 · 4 83
áhrifamesta stjórntækið. Óttinn við að vökulir málverndarmenn hringi
og kvarti undan málvillum í fjölmiðlum heldur málvitundinni vakandi
á fréttastofum og ritstjórnum landsins. Hann veldur því að fólk vandar
sig áður en það sendir eitthvað frá sér, og ef óttinn er stjórntæki sem
virkar til að menn beiti sig slíkum sjálfsaga er kannski ekki svo vitlaust
að beita honum. Í því ljósi er mikið gáleysi að hæla fjölmiðlafólki – ef
það skyldi verða til þess að það bægði þessum ótta frá sér.
Flestum mun það framandi að hafa áhyggjur af ofvöndun í máli sínu.
Yfirleitt er málvandi fólks bundinn við það að halda aftur af vitleys-
unum sem geta hrotið af vörum þess í ógáti. Nógur er málóttinn samt
þó ekki þurfi líka að óttast að vanda sig of mikið.
Ein er samt sú ofvöndun sem farin er að heyrast æ oftar og er rakin
til stafsetningar af fræðimönnum sem um hana hafa fjallað: Að láta
þágufallsmyndir í fleirtölu með ákveðnum greini enda á -unum í stað-
inn fyrir -onum. Enda þótt skrifað sé að menn gefi hestunum er rétt að
tala um að gefa hestonum. Sama tilhneiging kemur fram í opinberum
söng þar sem fólk syngur af blaði og vill þá eðlilega fylgja öllu sem
nákvæmast, bæði nótum og skrifuðum texta, eins og þegar blessuð
börnin eiga að fá brauð að bíta í á jólunum svo komist þau úr bólunum.
Í Handbók um íslenskan framburð rekja Indriði Gíslason og Höskuldur
Þráinsson þetta framburðareinkenni einmitt til áhrifa frá upplestri og
taka dæmi af eftirfarandi barnagælu sem mönnum hljóti að vera tamt
að þylja með -onum-framburði:
Klappa saman lófonum
reka féð úr móonum
tölta á eftir tófonum
tína undan spóonum.
Stafsetning getur verið mikið ágreiningsmál eins og þegar þingmönnum
hitnaði svo mjög í hamsi vegna umræðu um brotthvarf zetunnar úr rit-
málinu að engu var líkara en þeir væru að skipa sér í fylkingar með og
á móti hernum. Aðalkosturinn við zetuna þótti vera sá að hún hvetti til
umhugsunar um uppruna orðanna, orðhluta og samsetningu – auk þess
sem orð þóttu fegurri með zetu.
Víst er að stafsetning varð ekki léttari þótt zetan hyrfi úr náms-
skránni. Enn eru fjölmargir nemendur sem ráða lítið eða ekkert við að
stafsetja einföld orð. Þeir eru á því stigi að skrifa meira og minna allt
vitlaust. Það er því ánægjulegt að sjá í afmælisriti Indriða Gíslasonar,
fyrrverandi prófessors við Kennaraháskóla Íslands, að Baldur Sigurðs-
son, dósent við sama skóla, skrifar um nýjar og áhrifaríkar leiðir við