Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 88
G í s l i S i g u r ð s s o n
88 TMM 2006 · 4
hundrað ár hefur alltaf verið þjóðarsátt um verndun íslenskunnar. Það
hefur ekki einu sinni verið til alvarlegrar umræðu hvort þessi hrein-
tungustefna væri rétt því að allar efasemdir um hana voru kveðnar niður
með vörn Vilmundar Jónssonar landlæknis fyrir veiru sem alþjóðasinn-
um þótti tilgerðarleg við hlið vírussins. Einu brestirnir í samstöðunni
komu fram þegar hljómsveitir tileinkuðu sér stíl kanaútvarpsins og
sungu dægurlög á ensku. Um skeið var það haft eftir unglingum í við-
tölum að það væri auðveldara að tjá sig á því máli – og líklega stendur
hreintungustefnan í þakkarskuld við þá Megas og Bubba Morthens sem
sneru þessari þróun rækilega við. Því það er alveg sama hvað fullorðnir
standa þétt saman um íslenska málstefnu, ef ekki tekst að sannfæra nýjar
kynslóðir um að nútíminn sé líka smart á „gamla málinu“, eins og Vestur-
íslendingarnir kalla það, er næsta víst að málið getur lokast inni í fortíð-
inni. Og þá yrði málflóra heimsins íslenskunni fátækari. Ein er til dæmis
sú nýjung í íslenskum veruleika sem við ættum að ráða sæmilega vel við:
bjórinn og bjórkippurnar. Viðskiptaþjóðir okkar kalla þetta six-packs,
sem starfsmaður ÁTVR hefur heyrst kalla sex-pakka. Í ljósi þeirra sér-
stæðu aukamerkinga sem þessi hálfþýðing getur haft er augljóst hagræði
að því að hvika ekki frá hinni ágætu íslenskun á fyrirbærinu og halda
áfram að taka með sér kippu af bjór til að hafa það huggulegt með kon-
unni frekar en að kaupa sér sex-pakka í sumarfríinu.
Málverndarmenn hafa haldið Enskugrýlunni á loft rétt eins og Mogg-
inn veifaði áður einræðisherrum í Moskvu til að fæla fólk frá jöfnuði og
félagshyggju hér á landi. Margir höfðu á orði að Rússagrýlan væri
hættulaus og því má spyrja hvort hið sama eigi við um Enskugrýluna.
Er raunveruleg ástæða til að óttast um afdrif íslenskunnar í glímu við
hana? Íslenskan er þrátt fyrir allt töluð í sjálfstæðu ríki og telst ekki í
útrýmingarhættu á smámálavakt Sameinuðu þjóðanna – sem hefur séð
það miklu svartara en við.
Víða í kringum okkur eru tvö tungumál eða fleiri í nánu sambýli, og
hafa verið um aldir án þess að annað málið útrýmdi hinu. Þau hafa að
sönnu breyst, m.a. vegna gagnkvæmra áhrifa, en ekki þannig að eitt mál
hafi verið lagt niður. Yfirleitt verða þó smærri málsamfélög fyrir meiri
áhrifum frá hinum stærri eins og við sjáum í Danmörku þar sem þýska
hefur seitlað inní dönsku uppeftir Jótlandsskaga án þess að Þjóðverjar
hafi orðið varir við dönsk áhrif í sínu máli. Í Sviss hefur þýskan lokast
innan landamæra með ítölsku og frönsku, og í þeim málgraut hefur
hvert mál tekið sína stefnu í samspili við hin, án þess að hverfa. Í Belgíu
rekst germanskt mál á frönskuna í suðri og innan Norðurlanda hljótast
vandamál af nábýli sænsku og finnsku. Samt hverfur ekkert þessara