Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 90
G í s l i S i g u r ð s s o n
90 TMM 2006 · 4
góma. Á meðan hinn alþýðlegi málgrunnur frá árabátaöld í sveitinni sé
traustur sé íslenskunni óhætt. En það er því miður ekki rétt. Sá grunnur
dugar ekki til þeirrar yfirbyggingar sem við þörfnumst. Og þeir sem
eiga erfitt með að trúa því að gamla íslenska málið ráði ekki við hvað-
eina sem fyrir manninn geti borið á þessari jörð ættu að hugsa til þess
hvernig gullaldarmáli íslenskra sveita frá 19. öld hefur reitt af á vörum
Vesturíslendinga.
Fjöldi fólks fluttist vestur um haf undir lok síðustu aldar og um skeið
tók íslenskt menningarsamfélag mikinn fjörkipp vestra; blaða- og tíma-
ritaútgáfa var blómleg og meira kom út af íslensku efni í Winnipeg en í
Reykjavík. Í Winnipeg sköpuðust fyrst skilyrði fyrir íslenska mennta-
menn að lifa borgarlífi án þess að vera blankir stúdentar hjá nýlenduherr-
um. En það borgarlíf lagaði sig fljótt að enskinum og höfuðvígi vesturís-
lenskrar menningar varð í Nýja Íslandi, grösugri sveit með landbúnaðar-
og fiskimannabæjum um klukkutíma akstur norður frá Winnipeg.
Í Nýja Íslandi héldu menn áfram að tala íslenska málið þegar þeir rifj-
uðu upp minningar að heiman eða skemmtu sér við sögur af einkenni-
legum mönnum og dularfullum fyrirbærum. En þær nýjungar sem fyrir
augu bar voru teknar inn í málið með enskum orðum. Þeir settluðu á
farminum og díluðu með kör sem þurfti að krænka í gang. Sambýli mál-
anna gekk ágætlega. Menn voru mælskir og töluðu gott íslenskt mál þó
að tökuorðin héldu innreið sína. En staða íslenskunnar veiktist þó sífellt.
Börnin fóru á enska skóla og málið lokaðist inni hjá fjölskyldunum.
Opinber umræða fluttist yfir á ensku og þó að margir héldu tungumál-
inu prýðilega við til almennrar sagnaskemmtunar kom fljótlega í ljós að
það dugði ekki til þess að takast á við nútímann. Ekkert skorti á einka-
væðinguna eða frjálsa samkeppni en þeir höfðu engan íslenskan háskóla,
enga málstöð, enga orðabók, ekkert ríkisútvarp og þess vegna gerðist
ekki þetta undur sem við þekkjum: að hér skuli enn vera töluð íslenska
þó að við sitjum nú við útvörp og tölvur, fljúgum í þotum og tölum í síma
um kjarnorkuvá – sem gamla málið hefði aldrei ráðið við hjálparlaust.
Það er með öðrum orðum ekki sjálfsagt að tungumál fámennra þjóða
og minnihlutahópa haldi velli í sambýli við tungu og menningu stór-
þjóða. Mál þeirra smáu geta dáið eins og okkur er tamt að vitna til um
írsku og skosku frá Bretlandseyjum. Og nærtækt er að hugsa til vestur-
íslensku sem er að hverfa af vörum frænda okkar vestra, en skilur eftir
sig nokkur tökuorð í Manitoba-ensku þar sem vesturíslensk menning
var sterkust. Þar kannast margir við orðin kleinur, skyr og vínarterta,
orðið amma er ekki óþekkt um gamla konu sem sinnir börnum, og sum
íslensku örnefnin, eins og Árborg, hafa fest í ensku þar vestra.