Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Qupperneq 91
Í s l e n s k m á l p ó l i t í k
TMM 2006 · 4 91
Ekki ósvipuð staða hefur komið upp á landnámsöld þegar hingað bár-
ust tvö tungumál, gelíska með Írum og Skotum, og norska með norræn-
um mönnum. Eins og kunnugt er voru norrænir menn líklega fjölmenn-
ari og ráðandi karlmenn flestir af þeirra ættum þannig að gelíska málið
varð snemma undir og skildi aðeins eftir sig nokkur tökuorð í íslensku,
sum um sérstaka rétti eins minnþakið óþorstláta sem írskir þrælar Hjör-
leifs hnoðuðu, önnur tengd landbúnaði eins og tarfur eða mannanöfn á
borð við Njál. Þannig eru nóg dæmi allt í kringum okkur sem sýna hvað
það er auðvelt fyrir tungumál að týnast, ef það hefur ekkert öryggisnet
og nýtur engrar formlegrar aðstoðar á frjálsum málamarkaði.
Ekki bara spari
Hér á landi hefur komist á sæmileg þjóðarsátt um að viðhalda íslensk-
unni, meðal annars með orðabókagerð, öflugri nýyrðasmíði, frum-
sömdum og þýddum bókmenntum á málinu, og framlagi til afþreyingar-
iðnaðar nútímans í kvikmyndagerð og dægurtónlist. Sú menning sem
fram fer á tungumálinu er því fjölbreytt, allt frá hámenningu sem menn
þurfa tíma og næði til að njóta, til daglegrar menningarneyslu í erli
dagsins. Allt á þetta sinn þátt í að byggja upp sterka stöðu íslenskunnar.
Enginn hefur efast um að íslenskan ætti að ráða ein í efri lögum menn-
ingarinnar, rithöfundar skrifa á íslensku, skólahald fer fram á íslensku,
leiksýningar, fréttatímar og stjórnmálaumræður; allt fer fram á íslensku.
En þegar kemur að dægurmenningunni nálgumst við víglínuna: annars
vegar eru okkar menn að syngja og framleiða íslenska sápu fyrir breiðan
hlustenda- og áhorfendahóp, hins vegar er þung sókn erlendrar fram-
leiðslu sem sækir óþýdd inní viðtækin. Og hin íslenska dægurmenning
þarf ekki síður á opinberum styrkjum að halda en sá hluti menning-
arinnar sem nýtur oft meiri virðingar. Þann styrk hefur hún meðal ann-
ars fengið með öflugri Rás tvö sem leikur miklu meira af íslenskri
dægurtónlist en frjálsu rásirnar, af þeirri einföldu ástæðu að hinar
frjálsu kæra sig ekki um að borga Íslendingum stefgjöld fyrir tónlistar-
flutning.
Ef tungumálið á að lifa af þarf það að styðjast við öfluga menningu á
öllum sviðum samfélagsins og við þurfum að gæta okkar á þeirri til-
hneigingu að klæða íslenska menningu bara í menningarleg spariföt
innan veggja Þjóðleikhúss, á sinfóníutónleikum og á einni Rás 1. Hún
þarf miklu stærra athafnasvæði og til þess þarf hún stuðning okkar allra
svo að víglínan færist ekki innfyrir dægurmenninguna og upp að veggj-
um musteranna.