Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 93
TMM 2006 · 4 93
Me n n i n g a rv e t t va n g u r i n n
Silja Aðalsteinsdóttir
Á líðandi stund
Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur rakst á athyglisverða klausu í fundar-
gerðabók Æskulýðsfylkingarinnar í Reykjavík frá tímabilinu 6. október 1958
til 14. júní 1961 og varð hugsað til Tímarits Máls og menningar.
22.3.1960 félagsfundur ÆFR, Jóhannes úr Kötlum framsögumaður, við fyrirspurn
sagði hann; umboðsmenn TMM hefðu óskað eftir „að tímaritið birti ekkert um
stjórnmál og ekki órímuð ljóð!“
Þetta er góð viðbót við bréfið frá fimm verkakörlum á Akureyri til Kristins E.
Andréssonar sem Árni Bergmann lét Tímaritinu í té og birtist í þessu hefti. En
Guðni sendi líka frásögn af ferðalagi ÆFR og ÆFK til Stykkishólms og Flat-
eyjar árið 1960 sem hann fann í plöggum þessara félaga. Hópurinn gisti á
Reykhólum og á kvöldvöku í skólahúsinu sátu hlið við hlið Sveinbjörn Bein-
teinsson skáld og Jón Böðvarsson, hinn góðkunni Njálufræðingur. Í góðu kall-
færi var Sigurður V. Friðþjófsson og sendi hann þeim sessunautum þessa
hnútu:
Á skoltinum loðinn er skáldagoðinn,
um skallann snoðinn er Jón.
Þess fyrra má rýja feldinn hlýja
og festa strýið á Jón.
Er þessu hér með haldið til haga og Guðna þökkuð sendingin.
Þórbergssetur og Þórbergsþing
Þórbergssetur var opnað á Hala í Suðursveit, fæðingarstað Þórbergs Þórðar-
sonar, 1. júlí í sumar, og eru umsjónarmenn þess Þorbjörg Arnórsdóttir og
Fjölnir Torfason. Aðsóknin hefur farið langt fram úr björtustu vonum; um
4000 manns höfðu komið við á Hala þegar fyrsta málþingið var haldið þar um
miðjan október. Það sóttu um áttatíu manns enda boðið upp á góða dagskrá og
einstaklega girnilegan mat. Með ómældu kaffinu voru kleinur, í kvöldmat á
föstudagskvöldið var silungur, bæði soðinn og innbakaður, og rabarbaragraut-