Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Síða 97
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2006 · 4 97
sögnin er hröð og unglingavæn. Og þó að Kína og kínverska verði Aroni Birni
merkilega auðveld viðureignar er talsverð fræðsla um þetta mikla ríki í sög-
unni.
Ævintýrið heitir Sagan af undurfögru prinsessunni og hugrakka prinsinum
hennar, frumleg myndabók eftir Margréti Tryggvadóttur og Halldór Baldurs-
son. Bragð höfunda er að láta myndirnar segja alltaf þveröfuga sögu við text-
ann. Fyrst gæti það verið tilviljun – það hafa jú ekki allir sömu skoðun á því
hvenær barn er undurfagurt og hvenær ekki – en fljótlega er greinilegt að
prinsessan hans Halldórs er hreint ekki eins og Margrét vill hafa hana, og það
sama á við um allt það sem gerist. Hugrakki prinsinn, til dæmis, hvað er
eiginlega með hann?
Frábær þýðing Kristjáns Eldjárns forseta á kvæðabálki Wilhelms Busch
(1832–1908) um pörupiltana Max og Mórits hefur lengi verið ófáanleg en kom
í haust út aftur á vegum Minningarsjóðs Kristjáns Eldjárns gítarleikara. Sagan
lýsir sjö prakkarastrikum þeirra félaga með léttu skopi – sem að vísu snýst í
nokkuð grátt gaman um það er lýkur – og myndirnar eru óborganlegar.
Eina nýja barnabók enn þarf að nefna, Fugl og fiskur – Ljóð og sögur handa
börnum, eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur með myndum Önnu Cynthiu Leplar
(JPV útgáfa). Þetta er einstaklega falleg bók, smekklega hönnuð og öll litprent-
uð. Og ekki þarf að spyrja um textann, hann ber snilld höfundar fagurt vitni.
Þarna eru ljóð um börn og mælt fyrir munn barna úr ljóðabókum Vilborgar og
frægar sögur hennar, meðal þeirra Alli Nalli og tunglið, Labbi pabbakútur,
Sögur af Alla Nalla, Bogga á Hjalla og meira að segja Slagbolti sem birtist í
þessu tímariti barnaárið 1979 og segir frá því þegar breski herinn tók leikvöll-
inn af krökkunum á Vestdalseyri og Bogga lét ekki sinn hlut fyrir súkkulaði.
Vilborg hikar ekki við að birta sára texta með þeim léttu og skemmtilegu, hún
veit sem er að bernskan er margslungin.
Ný ljósmyndabók Páls Stefánssonar, PS Ísland, kemur á óvart á hverri opnu,
ekki síst vegna þess að allur texti er aftast og maður veit iðulega ekki hvað í
ósköpunum maður er að horfa á. Allt eru það þó raunveruleg náttúrufyrirbæri.
Þetta eru eins konar myndljóð sem örva skoðandann til sköpunar. Bókin er í
stóru broti og í henni eru um 80 myndir. Hana má fá bæði á íslensku og ensku
(Mál og menning).
Þýddu skáldsögurnar eru gjarnan á undan þeim frumsömdu á haustmarkað,
og meðal þeirra sem hafa borist TMM þegar þetta er ritað eru alvarlega gam-
ansagan Stutt ágrip af sögu traktorsins á úkraínsku eftir Marinu Lewycku í
þýðingu Guðmundar Andra Thorssonar, óvænta fjölskyldusagan Berlínar-
aspirnar eftir Anne B. Ragde sem Pétur Ástvaldsson þýddi (báðar frá Máli og
menningu), sígilda hryllingssagan Frankenstein eða hinn nýi Prómóþeus eftir
Mary Wollstonecraft Shelley, loksins á íslensku óstytt í þýðingu Böðvars Guð-
mundssonar, og Viltu vinna milljarð? sem er saga um sérkennilegan glæp eftir
Vikas Swarup í þýðingu Helgu Þórarinsdóttur (báðar frá JPV útgáfu). Bjartur
heldur áfram að sinna hinum dáða Haruki Murakami, í sumar kom út Nor-
wegian Wood í þýðingu Ugga Jónssonar, ein allra vinsælasta bók höfundar;