Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 99
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2006 · 4 99
Þjóðminjasafni Dana? Stal hún ómetanlegu gullkeri frá því í fornöld? Eða náði
hún sambandi við hulin öfl aftur í fjarlægri norrænni fortíð sem færðu henni
kerið í ákveðnu skyni? Það eru tvö lög í sögunni, raunsætt og fantastískt, en
einhvern veginn komst raunsæið ekki nógu vel til skila í sýningunni, kannski
vegna þess hvað konan var fjarlæg og óeðlileg. Kannski er Gunnlaðar saga
betra efni í kvikmynd.
Og úr því minnst er á kvikmyndir þá olli kvikmynd Baltasars Kormáks eftir
Mýrinni, vinsælli verðlaunaskáldsögu Arnalds Indriðasonar, ekki vonbrigð-
um. Hún var þétt og vel tekin, afskaplega íslensk miðað við næstu bíómynd
hans þar á undan, A Little Trip to Heaven, þar sjást þekkjanleg fjöll og hraun
og mosi og ótrúlegar matarsenur. Lengi eigum við eftir að minnast Ingvars E.
Sigurðssonar rífa í sig sviðakjamma. Það er fagnaðarefni hve ótrúlega vel þess-
ari bíómynd hefur verið tekið af þjóðinni – og henni til sóma.
Almenningur hefði átt að taka Börnum Ragnars Bragasonar eins vel. Það er
áhrifamikil kvikmynd, vel leikin og faglega unnin að öllu leyti. 2006 stimplar
sig inn sem gott kvikmynda ár.
Snorri Hjartarson 1906–2006
Í ár er aldarafmæli Snorra Hjartarsonar skálds, og í tilefni af því sagði Jóhann
Axelsson taugalífeðlisfræðingur mér hálfrar aldar gamla sögu.
„Það var árið sem ég skyggndist inn í heilabú kisunóranna,“ sagði Jóhann,
„rétt um miðjan sjötta áratuginn. Þá bauðst mér ungum manni að vinna á
merkustu vísindastofnun Parísar og með bestu vísindamönnum í heimi á
mínu sviði. Við þjálfuðum kisurnar og fylgdumst vandlega með þeim læra, og
ég get sagt þér það að engir franskir stúdentar mínir sýndu meiri áhuga á námi
en þessar kisur! Vinnudagurinn á stofnuninni var langur en París vakir lengi
og hefur nóg af öllu, og oft var farið niður á Montparnasse á kvöldin. Þar hitt-
umst við á ýmsum stöðum en oft á Select – landar mínir voru svo ánægðir með
að Hemingway hafði verið hent þaðan út fullum.
Eitt kvöld heyri ég ekki að neitt umræðuefni sé í gangi á Select sem réttlæti
að ég eyði í heilan bjór. Maður átti lítið af peningum á þeim árum þó að ég hafi
fengið helmingi hærra bankalán hjá Pétri Benediktssyni en ég bað um fyrir
veturinn. Ég stend í ævarandi þakkarskuld við hann fyrir að gefa mér tækifæri
til að nýta þetta vinnutilboð, en það er önnur saga. Ég geng inn í hálfrökkrið
fyrir utan og yfir á rússneskan stað með rauðu plussi, sest þangað inn og fæ
mér glas af rauðvíni. Rétt hjá mér sitja tveir reffilegir menn og ræða saman í
ákafa, ég heyri strax að þeir tala íslensku og smám saman verður mér ljóst að
þeir eru að ræða íslenska ljóðagerð. Ég heyri reiðinnar býsn af stuðluðum og
rímuðum hendingum flæða frá þeim, aðallega öðrum þeirra sem var eldri. Nú
fer ég að fara hjá mér, finnst ég ekki hafa leyfi til að hlusta á þá áfram á fölskum
forsendum, auk þess sem mér leiddist að hlusta á þessa endalausu upprifjun á
því sem verið hafði í stað þess að ræða það sem væri nýtt og framundan.
Svo ég halla mér að þeim og segi: „Herrar mínir, ég biðst afsökunar á því að