Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Side 100
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
100 TMM 2006 · 4
hafa ekki gefið mig fram fyrr, en ég er
íslenskur eins og þið heyrið og hef
hlýtt á ykkur um hríð mér til óbland-
innar skemmtunar.“ Nú, þeir bjóða
mér í hópinn og spyrja hvort ég hafi
eitthvað til málanna að leggja. „Já,“
segi ég, „ég er sammála mörgu sem
þið segið en ég er óánægður með að
þið skulið ekki hafa minnst á nútíma-
skáldskap, hvað þá nokkurt ungt
skáld. Þið eruð alltof bundnir við
gamla skáldskapinn.“
Yngri maðurinn, ófríður og stór-
skorinn, kímir, en hinn – sá með
stuðlana og rímið – segir: „Já en þetta
er eini skáldskapurinn!“
„Þið eruð menntaðir menn og
betur að ykkur en ég, en ég ætla að
fara með eitt ljóð fyrir ykkur og láta það tala fyrir sig,“ segir ég og byrja hik-
laust:
Það gisti óður
minn eyðiskóg
er ófætt vor
bjó í kvistum,
með morgunsvala
á sólardyr
leið svefninn ylfrjór
og góður.
Ég var bara búinn með fyrsta erindið þegar ég tek eftir því að sá stórskorni við
hliðina á mér er orðinn ansi hnípinn og hvarmurinn örlítið votur sem að mér
snýr. Ég snarstoppa og spyr: „Hef ég sagt eitthvað eða gert eitthvað sem féll
ekki í kramið?“ Þá segir sá stórskorni um leið og hann strýkur sér um kinn:
„Ég er Snorri.“
Um leið breyttist París úr einmanalegri borg í dýrlega háborg skáldskapar,
menningar og lista, og síðan hefur ekkert skyggt á Snorra í huga mínum.“
Þetta sagði Jóhann Axelsson, og ekki þarf að taka fram að þetta var upp-
hafið að einkar fallegri vináttu.
Mál og menning gaf út Kvæðasafn Snorra í vor í tilefni af aldarafmælinu.
Snorri Hjartarson.