Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Síða 102
M y n d l i s t
102 TMM 2006 · 4
mannleg samskipti í stóru og smáu. Henni er ætlað að stuðla að samskiptum
og hvað það varðar er myndlistin, að mati Bourriauds, í sérflokki. Hún býður
upp á samræður og skoðanaskipti um leið og verkin eru meðtekin. Skáldsagan
og sjónvarpsútsendingin eru gjarnan eins manns gaman meðan á upplifun
stendur, og tónleikar, leikhús og bíó krefjast óskoraðrar þagnar af hálfu aðnjót-
enda. Það er ekki fyrr en að upplifun lokinni sem menn geta borið saman
bækur sínar. Vert er að skoða athugasemdir Bourriauds í ljósi þess sem Walter
Benjamin hélt fram í ritgerð sinni Sagnaþulurinn, frá 1936, og kallaði í und-
irtitli Þanka um ritverk Nikolaj Leskovs.2 Í þessari merkilegu ritgerð gengur
Benjamin fullkomlega á svig við allt sem hann heldur fram í annarri ritgerð frá
sama ári, hinni frægu ádrepu um Listaverkið á tíma fjöldaframleiðslu sinnar.
Að mati gagnrýnandans þýska bjó rússneski 19. aldar höfundurinn Nikolaj
Leskov yfir fjölmörgum eiginleikum sem prýða góðan sagnamann, en þeir eru
helstir að þulurinn segir frá án þess að upplýsa. Í heimi sem er yfirfullur af
hvers kyns upplýsingum nær fréttin ekki að vekja forvitni sökum þess hve
hlaðin hún er útskýringum. Ekkert kemur okkur lengur á óvart því allt er
rækilega matreitt áður en það berst okkur til eyrna. Stundum mætti ætla að
Benjamin hafi haft fornsögurnar okkar í huga þegar hann rómar sagnameist-
ara fortíðarinnar fyrir skort þeirra á sálrænum áherslum. Hann notast að vísu
við Heródótos frá Halíkarnassos, en það sem hann tíundar í fari sagnaritarans
forngríska gæti eins átt við um Snorra Sturluson og fleiri íslenska höfunda á
miðöldum. Ástæðan fyrir langlífi frásagna þeirra er hve óræðar þær eru og
koma lesandanum stöðugt á óvart.3
En svo aftur sé vikið að Bourriaud þá eru það einmitt hin opnu og óheftu
tengsl áheyranda við sagnaþulinn, sem minna á kenningar franska listfræð-
ingsins um frjáls skoðanaskipti meðal gesta í sýningarsölunum. Þeir Benjamin
heitinn og Bourriaud eiga það sameiginlegt að vera einkar umhugað um
almenning, sem sækir heim listviðburði. Svo mjög eru þeir uppteknir af hug-
myndinni um slík náin menningarleg samskipti óbreyttra í milli að maður
hefur báða grunaða um að taka hugsjón fram yfir raunveruleika. Sannleik-
urinn er sá að flestir áheyrendur sagnameistara eru jafn óvirkir meðan á sam-
komunni stendur og leikhúsgestir frammi fyrir fjalaköttum leikarans, en
ofurvald senuþjófsins gagnrýndi Benjamin hvað harðast í ritgerðinni um
Listaverkið á tíma fjöldaframleiðslu sinnar.
Þá þekkir hver Íslendingur það þrúgandi andrúmsloft sem myndast í sýn-
ingarsal þegar enginn þorir að tjá sig um verkin á sýningunni en listamað-
urinn vappar um órór og reynir að lesa úr svip gesta sinna hvað þeim finnst.
Eitt styggðaryrði af vörum óprúttins kollega getur eyðilagt hátíðina fyrir
honum og gerir það ósjaldan. Heimspekilegar vangaveltur og fjörugar sam-
ræður, sem Bourriaud vitnar til svo fjálglega eru víðs fjarri því samskipta-
mynstri.4
Þó er eins og í seinni tíð hafi skapast ákveðin félagsleg samstaða meðal lista-
manna, sem auðveldar þeim að koma fram og sýna verk sín án þess að eiga á
hættu að hljóta fyrir háðsglósur. Það er hluti af skynfræðilegu samskipta-