Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Qupperneq 104
M y n d l i s t
104 TMM 2006 · 4
Lengi hefur verið ljóst að sýningahald innanlands er alltof umfangsmikið
miðað við efni og aðstæður. Nú bætast við hinar ýmsu hátíðir, sem kúfa mett-
aðan markað án þess að beinlínis sjáist ávinningur af öllu bröltinu. Tvær kvik-
myndahátíðir falla nánast saman, Iceland International Film Festival, sem
haldin var í Reykjavík dagana 30. ágúst til 21. september og Reykjavik Inter-
national Film Festival, sem haldin var dagana 28. september til 13. október. Í
kjölfar IFF og RIFF fengum við svo Sequences, Real Time Festival – Reykjavik,
2006, dagana 13. til 28. október, fyrstu svokölluðu rauntímahátíðina, en í því
felst að meðal annarra viðburða eru fjölmargar myndbanda- og stuttmynda-
sýningar, auk hvers kyns sviðsverka og tónlistaratriða, sem falla svo aftur
saman við Iceland Airwaves, 2006, dagana 18. til 21. október, en þá troða upp
um sextíu innlendar og erlendar dægurhljómsveitir í Reykjavík.
Hér er einungis upp talið það sem finna má af listahátíðum í Reykjavík á
haustdögum, en vart þarf að geta þess að fjölmargar aðrar lista- og menningar-
hátíðir eru haldnar á höfuðborgarsvæðinu á öðrum tímum ársins. Það á auð-
vitað að heita svo að þessi hátíða- og sýningagríð sanni hve óskaplega gaman
sé að búa í Reykjavík, því þar sé alltaf nóg af lífi og fjöri kringum listina, enda
séum við Íslendingar með eindæmum sprækir og áræðnir eins og sannast best
á einstæðri útrás athafnaskálda okkar og bankamanna. Við erum himinlifandi
yfir eigin fjöri og varla líður sá dagur að ekki sé spurt spurninga í útvarpssal
varðandi þessa einstæðu orku, sem ekki leynist einungis í iðrum jarðar og bíði
þess að brjótast út til að láta virkja sig, heldur búi hún einnig í þjóðarsálinni og
tryggi að hér sé samfélag á stöðugu iði, ólíkt því sem gerist meðal annarra Evr-
ópuþjóða, sem séu hálfpartinn í dróma depurðar og framtaksleysis.
Um leið og sjálfumgleðin yfir eigin orkubúskap blindar okkur gleymum við
að í kvikmyndasölum okkar eru sjaldnast sýndar aðrar myndir en þær sem
gerðar eru í Hollywood. Þá kvað Ágúst Guðmundsson, formaður Bandalags
íslenskra listamanna, upp úr um það fyrir skömmu að á fjórum eða fimm inn-
lendum sjónvarpsstöðvum væri langtum meira kanasjónvarp en þá er Banda-
ríkjamenn héldu úti ótrufluðum sjónvarpssendingum frá Miðnesheiði. Áður-
nefndar kvikmyndahátíðir eru því sumpart til þess haldnar að rétta við óþol-
andi slagsíðu í íslenskum kvikmyndahúsum vegna ofurþunga bandarískra
afþreyingarkvikmynda.
Með svipuðum hætti eru endalausar myndlistarhátíðir til þess fallnar að
sætta okkur við það viðvarandi svelti sem helstu söfnum okkar og skyldum
menningarstofnunum er haldið í, svo ekki sé talað um fullkomið, fertugt
skeytingarleysi Sjónvarpsins gagnvart íslenskri myndlist. Þessi langvarandi
misbrestur, sem líkja má við það að aldrei heyrðist tónlist í Útvarpi allra lands-
manna, færa svo einkareknu sjónvarpi upp í hendur kærkomna afsökun fyrir
að sniðganga alla myndlist. Einkastöðvarnar skortir menningarlegt frum-
kvæði enda eru eigendur þeirra logandi hræddir um að með slíku efni fæli þeir
frá dýrmæta áhorfendur. Þannig er í pottinn búið hjá þjóð, sem um leið er að
kafna í offramboði á sérhæfðum listviðburðum. Við þetta má bæta snautlegu
útgáfustarfi þar sem allar upplýsandi handbækur, fræðirit og umræðubók-