Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 106
106 TMM 2006 · 4
Kv i k m y n d i r
Sif Gunnarsdóttir
Fjölskylduharmleikir, svik og sorg
í tilnefndum kvikmyndum til verðlauna Norðurlandaráðs
Miðvikudaginn 1. nóvember voru norrænu kvikmyndaverðlaunin afhent í
annað sinn. Reyndar voru veitt verðlaun haustið 2002, en þá var ekki búið að
samþykkja að gera það árlega heldur bara verið að prufukeyra slíka afhend-
ingu. Þá fékk Aki Kaurismäki verðlaunin fyrir sína dásamlegu mynd Maður
án fortíðar.
Ég hef verið svo heppin að sitja í dómnefnd öll skiptin og því fengið að eyða
nokkrum klukkutímum í að horfa á norrænar kvikmyndir, ræða þær og jafn-
vel rífast um þær. Vinnan fer þannig fram að hvert land tilnefnir tvær kvik-
myndir, síðan hittist 10 manna dómnefnd (tveir frá hverju landi) og horfir á 10
kvikmyndir á þrem dögum. Í lok hvers dags er fundað og staðan tekin, og
lokadaginn er síðasti, lengsti og erfiðasti fundurinn þegar sigurmyndin er
valin.
Við komumst að niðurstöðunni með umræðum, endalausum skandinavísk-
um umræðum. Engar leynilegar kosningar. Hver mynd er rædd, hvert okkar
segir skoðun sína og að þeim umræðum loknum velur hver tvær eftirlætis-
myndir, og bæði í ár og í fyrra var ljóst hver sigurvegarinn var eftir þá umferð.
Um leið og ég leyfi mér að fullyrða að í þessari dómnefnd reið þjóðremban ekki
röftum þá þótti vissulega hverjum sinn fugl fagur. En bæði í ár og í fyrra var
mikil og góð sátt um myndirnar sem unnu. Í fyrra vann Drabet hans Per Fly
(Danmörk) og í ár var það sænska gersemin Zozo eftir Josef Fares. Hann er
einn þeirra örfáu norrænu leikstjóra sem íslenskir kvikmyndahúsagestir hafa
fengið að kynnast, því hann er höfundur hinnar vinsælu Jalla jalla frá árinu
2000 og Kopps frá 2003 sem var nú langt frá því að vera eins góð og Jalla jalla
en átti vissulega ágæta spretti.
Myndirnar í ár fjölluðu um fjölskyldur, um fjölskylduharmleiki – stóra og
smáa –, um svik og sorg, missi og söknuð, ofbeldi og grimmd. Þvílíkur
bömmer – eða hvað? Sem betur fer voru í myndunum tíu líka augnablik feg-
urðar og vonar og jafnvel fyndni sem gerðu vinnuna þægilegri.
Reyndar er uppskeran í ár mikil geðbót frá því í fyrra; þá var ég ekki frá því
að Nordisk film og tv fond hefði átt að leysa okkur öll út með gleðipillum til að
við gætum jafnað okkur eftir allt norræna svartnættið og þunglyndið. En