Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Blaðsíða 107
Kv i k m y n d i r
TMM 2006 · 4 107
vissulega voru þetta magnaðar myndir margar hverjar og sumar lifa ennþá
með mér. En það er gömul saga; aftur að myndunum í ár.
Fyrsta myndin sem við sáum var Äideistä parhain (Móðir mín) eftir Klaus
Haro. Þeir sem horfa á Ríkissjónvarpið á sunnudagskvöldum hafa ef til vill
verið svo heppnir fyrir stuttu að sjá fyrri mynd leikstjórans, Elinu, sem fjallaði
um finnska stúlku í sænskumælandi skóla og stríð hennar við kennara sinn. Í
myndinni Móðir mín hittum við fyrir drenginn Eero árið 1940 í Finnlandi.
Faðir hans er nýlátinn í stríðinu og mamma hans er svo sjúk af sorg og hún
ákveður, rétt eins og svo margar aðrar mæður í Finnlandi í seinni heimstyrj-
öldinni, að senda barnið sitt í fóstur til Svíþjóðar, því þar var ekkert stríð. Eero
reiðist mömmu sinni og finnst hann svikinn og er algjörlega miður sín þegar
hann er vistaður á bóndabæ á Skáni hjá elskulegum bónda, Hjálmari, og
óhamingjusamri eiginkonu hans, Signe. Um leið og Eero kemur á bæinn verð-
ur áhorfanda ljóst að sorgin býr á býlinu með þeim Hjálmari og Signe; sér-
staklega er Signe þjökuð af samviskubiti og þungbærri sorg, enda búin að missa
dóttur sína í slysi. Það er áhorfandanum jafnljóst að Signe á, þrátt fyrir andúð
í fyrstu, eftir að taka Eero að hjarta sínu og þjást enn meira þegar hann verður
óhjákvæmilega tekinn frá henni aftur. Það var ekki auga þurrt þegar myndinni
lauk, en flestum leið svolítið eins og það hefði verið leikið allóþyrmilega á til-
finningastrengina. Á fundinum voru allir tárakirtlar uppþornaðir og fólk
ræddi blákalt og blaserað um stórleik, ofleik, kvikmyndatöku og innri og ytri
tíma myndarinnar.
Á Nordisk Panorama kvikmyndahátíðinni sem haldin var í Reykjavík 2004
var sýnd heimildamynd um þetta sama efni. Leikstjórinn hafði tekið viðtöl við
finnsk stríðsbörn sem höfðu verið send til Svíþjóðar í heimstyrjöldinni síðari
og gert ótrúlega áhrifamikla mynd. Þessi þjóðarminning Finna er greinilega
afar sár og hvílir þungt á heilli kynslóð.
Allt önnur finnsk minning var skoðuð og sýnd í heimildamyndinni Bylting-
unni eða Kenen Joukoissa Seisot. Sönghópar sem sungu um jafnrétti og bræðra-
lag voru margir og greinilega vinsælir í Finnlandi á sjöunda og áttunda áratug
síðustu aldar. Tengslin við Sovétríkin voru sterk og sönghóparnir sungu á
stórum hátíðum í Finnlandi og líka í þáverandi austantjaldslöndum. Leikstjór-
inn Jouko Aaltonen blandar saman gömlum upptökum, viðtölum við þátttak-
endur og nýjum sviðsetningum á söngvunum svo að úr varð heillandi blanda.
Þarna sá maður til skiptis bjarteygt, ungt hugsjónafólk í mussum með sítt hár
og svo sama fólkið 30 árum síðar, hrukkótt og stuttklippt, þannig að þetta varð
ekki síður mynd um að eldast og að endurmeta hugmyndir, skoðanir og lífsstíl.
Þrátt fyrir ákveðna endurskoðun fengu allir söngvararnir blik í auga þegar þeir
rifjuðu upp glæstan feril sinn sem prótestsöngvara með ferðalögum austur,
sjónvarpsþáttum og útitónleikum gegn einhverju … Nema einn! Hann sagði
að þessi lög ætti ekki einu sinni að syngja í gríni.
Hjá Norðmönnum var allt annað upp á teningnum en flestum öðrum. Þeir
völdu að sýna okkur annarsvegar teiknimynd og hinsvegar einskonar fram-