Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Side 108
Kv i k m y n d i r
108 TMM 2006 · 4
tíðar satíru. Reyndar frumsýndu þeir á árinu leikna mynd um sama tímabil og
sömu hugsjónir og í finnsku heimildamyndinni sem hefði verið afar fróðlegt
að sjá í þessu samhengi – og ekki síður vegna þess að hvorug norsku myndanna
var neitt sérstök. Teiknimyndin hét Slipp Jimmy Free eða Frelsum Jimmy, en
Jimmy er sannarlega ekki hugumstór hvalur eins og hann Keikó okkar, heldur
uppdópaður og úr sér genginn sirkusfíll sem er notaður sem burðardýr fyrir
fíkniefni. Aðalpersónurnar eru þrír atvinnulausir gaurar sem drekka og dópa
of mikið en hafa það markmið að ná eiturlyfjunum úr bakhluta fílsins þar sem
því hafði verið haganlega komið fyrir. Aðrar persónur eru dýraverndunar-
sinnar sem vilja frelsa Jimmy, vígreifir Sama-mafíósar á mótorhjólum sem vilja
nálgast eiturlyfin og nautheimskir veiðimenn sem er sama hvort þeir skjóta fíl
eða elg.
Það er lítið um Disney í þessari teiknimynd. Yfirbragðið er hrátt og einfalt,
litirnir mattir og lítið lagt í útlit. Persónur eru drepnar á hugvitsamlegan hátt
með reglulegu millibili og þó nokkur natni lögð í drápin, en það var lítið hleg-
ið í bíó og norsku dómnefndarfulltrúarnir kenndu því um að húmorinn týnd-
ist í ensku þýðingunni og að við þekktum ekki aðalpersónurnar þrjár. Það gera
Norðmenn því höfundur þeirra, Christoffer Nielsen, hefur samið margar
sögur um þá þótt þetta sé sú fyrsta sem ratar á hvíta tjaldið.
Hin norska myndin, Den brysomme manden eftir Jens Liens (gæti útlagst
sem Vandræðamaðurinn), á ekki uppruna sinn í teiknimyndasögu heldur
útvarpsleikriti – sem er ótrúlegt miðað við hversu fátt er sagt í myndinni. Í
byrjun myndar stekkur aðalpersónan fyrir lest og birtist síðan í einhverskonar
einskismannslandi þaðan sem rúta ekur honum í algjörlega steríla borg þar
sem hann fær vel launaða vinnu (fyrir að gera mest lítið), huggulegar konur
vilja gjarnan sofa hjá honum og elda fyrir hann sælkeramat, íbúðirnar eru
beint út úr Innlit – útlit, og þegar hann sker óvart af sér fingur þá vex hann
aftur á. Þvílík draumaveröld! En okkar manni líður ekki vel í þessu limbói og
þegar hann finnur sprungu í kjallaravegg þaðan sem berst ómur af tónlist og
barnahlátri og ilmur af nýbökuðu brauði fer hann að þrá eitthvað annað en
dauðhreinsaðan Ikeabæklinginn sem hann virðist búa í. Sumum fannst þetta
blíðleg ádeila á velferðarþjóðfélag Norðurlanda, aðrir töluðu viturlega um
Dante – en best þótti mér komment Finnans Aantti: „I like it, but it’s not about
anything“.
Ef það var einhver mynd sem ég hlakkaði verulega til að sjá þá var það nýj-
asta mynd Susanne Bier, Efter bryllupet (Eftir brúðkaupið). Susanne er einn af
mínum eftirlætisleikstjórum og mér finnst hún ráða jafnvel við rómantískar
gamanmyndir (Den eneste ene) og hjartaskerandi drama (Elsker dig for evigt).
Hún skapar persónur sem skipta mann óendanlega miklu máli og sem maður
samsamar sig auðveldlega með. Í Eftir brúðkaupið kynnumst við hugsjóna-
manninum Jacob sem rekur skóla fyrir munaðarlaus börn í Indlandi en fer
heim til Danmerkur til að reyna að fá auðkýfinginn Jörgen til að gefa fé til skól-
ans. Þegar þeir hittast er ljóst að Jörgen ætlar sér annað og meira með Jakob en
að gefa honum peninga, enda bindast þeir böndum sem Jacob hefur ekki hug-