Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Blaðsíða 114
114 TMM 2006 · 4
Aðalsteinn Ingólfsson
Mikill listamaður, meiri bók
Kristín B. Guðnadóttir, Gylfi Gíslason, Arthur C. Danto, Matthías Johannessen, Silja
Aðalsteinsdóttir og Eiríkur Þorláksson: KJARVAL. Nesútgáfan 2005.
Franska skáldið Mallarmé mun eitt sinn hafa sagt: „Allt í heimi hér hafnar að
lokum í bókum.“ Ekki veit ég hvort skáldið átti við litlar bækur eða stórar;
bækur hans sjálfs eru í minna lagi. Þegar kemur að umfjöllun um myndlist-
armenn eru fyrir hendi ákveðnir fordómar gagnvart stórum bókum, doðrönt-
um, þeir eru stundum uppnefndir sófaborðsstáss eða flokkaðir undir híbýla-
prýði fólks með menningarlegar pretensjónir: sannir listunnendur umgangast
einungis meðalstórar kiljur með völdum myndum og lærðum textum.
Vissulega geta doðrantar verið til vandræða – þá á ég við bækur upp á fjögur
til sex kíló – þar sem þeir kalla á sérstök lestrarskilyrði. Lesandinn grípur þá
trauðla með sér til að lesa í strætó á leið í vinnuna, né heldur vogar hann sér að
hafa þá með sér í rúmið á kvöldin, ef hann skyldi verða undir þeim þegar hann
dettur út af. Auk þess þarf sýknt og heilagt að hliðra til í bókaskápum til að
finna doðröntum stað. Eftir langvarandi flæking hafna þeir að lokum á sófa-
borðinu, hvort sem eigendum líkar það betur eða verr.
En hvernig svo sem lesendur eru innstilltir gagnvart doðröntum, þá eiga
útgefendur stundum ekki annarra kosta völ en að hugsa í yfirstærðum og
aukakílóum. Sem þarf auðvitað ekki að vera neyðarbrauð. Þegar Nesútgáfan
lagði upp með hugmyndir um útgáfu á yfirlitsriti um ævistarf Jóhannesar
Kjarvals í tilefni af 120 ára afmæli hans, var aðstandendum hennar örugglega
ljóst að ef halda ætti til haga „öllu í heimi hér“ sem varðaði listamanninn, eða
a.m.k. öllu sem máli skipti, þannig að allir hefðu sóma af, þyrfti að efna til
stærri bókar en áður hafði verið gefin út um íslenskan myndlistarmann. Um
er að ræða hvorki meira né minna en helsta listmálara þjóðarinnar í nútíð, einn
af yfirlýstum „höfundum“ íslenskrar þjóðvitundar og mikilvirkari listamann
en dæmi eru um í myndlistarsögu okkar, kannski í norrænni myndlist eins og
hún leggur sig (Kjarval eru eignuð u.þ.b. 20.000 málverk, teikningar, vegg-
myndir, grafíkverk o.fl.).
Listamaður og þjóð hans
Og þótt það hafi kannski ekki verið efst í huga útgefenda kæmi mér ekki á
óvart þótt tvennt til viðbótar hafi ýtt undir metnað þeirra, margra áratuga
áhugaleysi bæði annarra útgefenda og hins opinbera um þetta brýna útgáfu-
verkefni og sú staðreynd að brátt eru síðustu forvöð að hafa upp á heimildar-
mönnum um Jóhannes Kjarval í lifanda lífi.
Raunar er efni í sérstaka bók, jafnvel doðrant, vandræðagangurinn sem alla
B ó k m e n n t i r