Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Side 115
B ó k m e n n t i r
TMM 2006 · 4 115
tíð virðist hafa verið ofan á í samskiptum opinberra aðila og listamannsins.
Ráðamenn þjóðarinnar gáfu fyrirheit um hús til handa Kjarval árið 1945, en
það loforð virtist gleymt tveimur árum síðar. Í ársbyrjun 1955 var aftur minnst
á hús fyrir Kjarval á Alþingi, og liðu fjögur ár áður en tekin var ákvörðun um
að reisa það. Líklega var Kjarval sjálfum farið að leiðast þófið, því hann
afþakkaði téð hús og bað hið háa Alþingi náðarsamlegast að leggja í staðinn
peninga í byggingarsjóð málverkalistasafns íslenska ríkissins. Í framhaldi af
áttræðisafmæli listamannsins 1965 ákvað ríkið aftur að byggja íbúðarhús með
vinnuaðstöðu fyrir hann á Lambastaðabraut á Seltjarnarnesi; frumkvæði að
þeirri tilraun átti Sveinn sonur hans. Enginn virðist hafa velt fyrir sér þeim
möguleika að maður á níræðisaldri mundi tregur til búferlaflutninga. Enda
mun Kjarval aldrei hafa stigið inn fyrir dyr á því húsi.
Kjarval tókst að vísu að taka fyrstu skóflustunguna að sýningarhúsi, kenndu við
hann, á Miklatúni, en hann var genginn til feðra sinna áður en það tók til starfa.
Og áfram hélt vandræðagangurinn, því ekki var sinnt ítrekuðum beiðnum
starfsmanna að Kjarvalsstöðum og listfræðinga úti í bæ um að hafist yrði
handa við skráningu á verkum hans, þess í stað var Indriði G. Þorsteinsson
rithöfundur ráðinn af Reykjavíkurborg til að rita ævisögu Kjarvals. Var hann
á launum við það verk í heilan áratug. Fyrir vikið er skráning á verkum lista-
mannsins enn í skötulíki. Síðan reynist tveggja binda ævisaga Indriða svo
gagnslítil til skilnings á listferli Kjarvals að einungis er vitnað í hana í tvígang
í þeirri miklu bók sem hér er til umfjöllunar.
Síðasti kaflinn (vonandi) í þessari sérkennilegu sögu af listamanni og þjóð
hans er svo málarekstur ættingja hans fyrir dómstólum, en þeir halda fram að
Reykjavíkurborg hafi í heimildaleysi kastað eign sinni á feiknarlegt magn
teikninga og persónulegra muna hans. Hvernig sem sá málarekstur fer er
óumdeilt að ekki liggur fyrir neitt sem heitir skriflegt afsal eða afhendingar-
bréf frá hendi listamannsins. Allt það sem hér hefur verið nefnt er að finna í
bók Nesútgáfunnar um Jóhannes Kjarval.
Mannlegi þátturinn
Við heildarúttekt á lífsstarfi listamanns eru vitanlega ýmsar leiðir færar. Harð-
svíraðir fræðimenn hafa litla trú á tilvísunum í einkalíf og hagi listamanna,
þar sem „einkalíf“ og „hagir“ séu fyrirbæri sem sjálf þarfnist útlistunar og
afbyggingar. Þeir einskorða sig við athugun og greiningu á verkum lista-
mannsins, allt annað er hjóm eitt í þeirra huga. Oft hafa þeir nokkuð til síns
máls, en mikið lifandis skelfing getur slík greining, sneydd hinum „mannlega
þætti“, verið leiðinleg aflestrar.
Síðan eru fræðimenn sem freista þess að flétta saman listsköpun mannsins
og lífsbaráttu hans í víðasta skilningi, þar sem þeir telja að í því samspili sé að
finna helstu vísbendingar um inntak og þróun verka hans.
Þriðja aðferðin er útgáfa af leið númer tvö, en með ívafi fræðilegrar grand-
skoðunar. Þá er gjarnan fjallað um ævi og verk listamannsins með „línulegum“