Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Side 117
B ó k m e n n t i r
TMM 2006 · 4 117
gagnleg sjónhorn. Til dæmis bendir Kristín á að hin „kjarvalska goðsögn“ um
stórbrotinn og einkennilegan mann hafi orðið til miklu fyrr en við ætluðum,
nefnilega strax um 1914. Hún upplýsir líka að Kjarval dvaldi aðeins þrjá mán-
uði í Lundúnum, ekki heilan vetur eins og þjóðsagan segir.
Við erum líka einum of gjörn á að líta á myndlist Kjarvals sem samsafn stakra
verka; Kristín vekur sérstaka athygli á því hve oft hann hugsaði í myndröðum, lagði
þá út af mótífum á borð við Skjaldbreið eða Ármannsfell. Fleira gott hefur hún til
Kjarvalsmála að leggja, sem eflaust mun nýtast seinni tíma fræðimönnum.
Pólitísk list?
Lesandinn þarf kannski ekki alltaf að vera á sama máli og hún. Mér þykir hún
e.t.v. gera meira úr formrænum og litrænum þáttum landslagsmyndanna
miklu frá Þingvöllum frá upphafi fjórða áratugarins, þar sem listamaðurinn
„finnur sig“ eins og sagt er, heldur en hugljómunar-þætti þeirra; myndirnar
eru öðrum þræði draumsýnir – „visionary“. Í tengslum við fígúratífar myndir
Kjarvals frá fjórða áratugnum finnst mér hún líka taka einum of mikið upp í
sig er hún fullyrðir að þær séu með fyrstu myndum þar sem Kjarval samþætt-
ir landslag og lifandi verur; slík samþætting er greinilega fyrir hendi í verkum
hans strax á þriðja áratug aldarinnar.
Ég rakst einungis á tvær staðreyndavillur (en enga prentvillu, sem er afrek):
Þýska listakonan Gabriele Munther varð aldrei eiginkona Kandinskys þótt hún
fegin vildi, hann var harðgiftur heima í Rússíá. Síðan er ekki rétt að Þórarinn
B. Þorláksson hafi fyrstur íslenskra listamanna málað myndir á Þingvöllum
árið 1900, það gerði mæt kona, Þóra B. Thoroddsen, árið 1883.
Grein teiknarans og fjöllistamannsins Gylfa Gíslasonar um teikningar
Kjarvals í bókinni var það síðasta sem hann sendi frá sér til birtingar. Sú grein
hefur á sér öll einkenni hins látna fjölhaga: sérviskuna, viðkvæmnina og
ísmeygilegan húmorinn.
Arthur C. Danto heimspekingur og listgagnrýnandi, sem hagvanur er á
Íslandi, var fenginn til að gaumgæfa verk Kjarvals utanfrá, ef svo má segja.
Grein Dantos er sérstaklega áhugaverð hugvekja, en þar viðrar hann skoðun
sem hingað til hefur ekki sést í umfjöllun um listamanninn, nefnilega að
markmið hans hafi verið „í megindráttum pólitísk“, það er að breyta „náttúru-
undrum landsins í menningarverðmæti, þrungin staðbundinni merkingu.“
Það hafa verið notuð stór orð til að lýsa þessari bók og skal tekið undir þau
öll á þessum vettvangi. Hún er afrek, hvernig sem á hana er litið. Myndir eru
hvorki fleiri né færri en 639, prentaðar með bestu tækni sem völ er á úti á Ítalíu.
Útlitshönnun Guðjóns Sveinbjörnssonar er með háklassísku sniði, ekkert er
þar of eða van.
Þótt við Íslendingar trössum stundum að auðsýna helstu myndlistarmönn-
um okkar þá virðingu sem þeir verðskulda, þá höfum við alla burði til þess að
gera vel við þá. Það sést ekki síst á þessari glæsilegu og löngu tímabæru heild-
arúttekt á ævistarfi Jóhannesar Kjarvals.