Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 121
B ó k m e n n t i r
TMM 2006 · 4 121
sambland talmáls og ritmáls og einkennist af endurtekningum, hliðstæðum og
margvíslegum merkingartengslum. Franski fræðimaðurinn Roland Barthes
segir í Skrifað við núllpunkt: „Þaulsætnar leifar komnar frá öllum fyrri skrifum
og sjálfri fortíð minnar eigin skriftar hylja núverandi rödd orða minna. Sér-
hver skrifuð lína er eins og efnasamband sem er fyrst gagnsætt, saklaust og
hlutlaust, en með tímanum birtist smám saman innifalin fortíð, launskrift sem
verður sífellt kristallaðri.“ Hér er eins og verið sé að lýsa verkum Gyrðis. Í nýrri
bókum hans hefur táknheimurinn þó breyst lítillega, furðunum fækkað þótt
vissulega séu þær enn á ferli, og persónurnar eru orðnar manni nákomnari.
Hinn dæmigerða uppstressaða og firrta nútímamann, dofinn af efnishyggju,
framapoti og fjölmiðlaneyslu, er hvergi að finna í verkum hans. Söguhetjur
Gyrðis eru fólk á jaðri samfélagsins, einfarar og næmir sérvitringar sem glíma
við merkingu, sjálf og tilgang lífsins.
Kímni Gyrðis, margræð, ljóðræn og fíngerð, svíkur engan í Steintré, t.d. „Í
skrifherberginu“ þar sem kona bókbindarans tiplar flóttaleg milli herbergja:
Ég sá að kjóllinn hennar var rósóttur með úreltu sniði, en mér sýndust rósirnar helst
vera svartar á litinn, eða kannski voru þetta morgunfrúr. Kannski var konan sjálf
morgunfrú, sem var að reyna að fóta sig í tilveru síðdegishúmsins (59).
Titlar skáldverka Gyrðis eru lýsandi fyrir stíl hans og þversagnakennt mynd-
mál sem nær listrænum hæðum, t.d. Vatnsfólkið, Svefnhjólið, Hugarfjallið, Tví-
fundnaland og Steintré en titlarnir fela í sér andstæður og fegurð. Gyrði má
hiklaust skipa á bekk með bestu smásagnahöfundum heims og nægir að nefna
Franz Kafka og Haruki Murakami sem báðir eru höfundar sérstæðra texta sem
sífellt opnast á nýjan hátt og dýpka við hvern lestur. Steintré er gott dæmi um
þetta. Ástin er kulnuð og konurnar flúnar, atvik úr bernsku hafa djúpstæð
áhrif fram á fullorðinsár, dulúð og ógn lúra undir, bækur eru hættulegar. Eitt-
hvað á sér stað sem verður til þess að líf sögupersónanna breytist (eða ekki), að
þeim læðist óhugur, þær fyllast magnleysi eða efinn sækir á þær. Einsemdin er
yfirþyrmandi og niðurstaðan kaldhæðin:
Ég heyri aldrei í konunni minni. Nú er það þannig þegar ég hringi í númerið hjá
frænkunni að ókunn og ömurleg rödd segir eitthvað á sænsku, sem ég held að þýði
einfaldlega: „þetta númer er ótengt.“ Ég ætla að halda jólin hjá mömmu, vestur í
Stykkishólmi. Hún er margbúin að bjóða mér það. Annars verð ég víst alltaf einn
(65).