Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 131
B ó k m e n n t i r
TMM 2006 · 4 131
legur 1054, hann hafi „verið skilinn sem tímabundinn ágreiningur eða pólitísk
deila metnaðargjarnra höfðingja“ (bls. 127), ef eftir honum var tekið á annað
borð. Þetta er býsna athyglisvert. Þótt klofningurinn yrði formlega út af smá-
atriði, einu einasta orði, hinu fræga eða illræmda „filioque“, átti hann sér
langan aðdraganda. Síðan í fornöld höfðu Grikkir og Vesturlandabúar farið
sínar leiðir, menning þeirra og hugarfar voru gjörólík, trú þeirra studdist ekki
við sömu kirkjufeður og trúarsiðir voru með mismunandi hætti. Á milli þeirra
ríkti mestan part hatur og tortryggni. Til vitnis um það er m.a. skýrsla sú sem
Ljóðbrandur af Kremóna skrifaði um sendiferð sína til Miklagarðskeisara
sumarið 968. Þar ber hann Grikkjum hið versta söguna, jafnvel vínið sem hann
fékk var ódrekkandi (lýsingin ber með sér að það var e.k. retsina og áreiðanlega
ekki gefið í neinum illum tilgangi), og annað var eftir því. Það vantaði ekki
nema átylluna til að upp úr syði endanlega, og eitt orð nægði.
Allt þetta virðist hafa farið fram hjá Íslendingum, sem báru jafnan hina
mestu virðingu fyrir Miklagarðskeisara og ríki hans. Þetta kann að stafa af því
að þeir voru á sinn hátt sjálfir jaðarbúar og utangarðsmenn í álfunni, í augum
þeirra voru Róm og Mikligarður jafn framandi, þessir staðir voru báðir á allt
öðru og gerólíku menningarsvæði með undarlegum siðum, en Mikligarður að
sjálfsögðu svo miklu glæsilegri og meira spennandi. Þegar norrænir menn
komu þangað, eftir leiðum sem lágu ekki nauðsynlega gegnum Róm, voru þar
auk þess landar þeirra fyrir, og þar gátu þeir ílengst og fengið sína upphefð. Því
var auðveldara fyrir þá að laga sig að siðum á þessum austlægari slóðum, og
sennilega skeyttu þeir ekki mikið um fínlegustu blæbrigði hinnar æðri guð-
fræði. Einfaldast var því að láta allan klofning lönd og leið.
En þetta er ekki allt og sumt. Þótt veldi Grikkja setti mjög niður eftir 1204,
virðist gildi Miklagarðs ekki hafa minnkað í augum Íslendinga. Um það gerir
Sverrir Jakobsson þá athyglisverðu athugasemd (bls. 185), að heimsmynd
Íslendinga virðist stirðnuð, enn sé tekið mið af skipun mála á 12. öld eða fyrr.
Vera má að þetta hafi enn víðtækara gildi. Þegar norrænir menn tóku til við að
þýða erlendar bókmenntir á 13. öld voru það riddarasögur, og fleira frá öldinni
á undan, sem urðu fyrir valinu. Á heimi þeirra höfðu þeir áhuga, og hann
þekktu þeir vel, svo vel að þeir gátu síðan farið að fóta sig í honum upp á eigin
spýtur með því að skrifa frumsamdar riddarasögur. Þótt Íslendingar gætu
fylgst með atburðum í fjarlægum löndum, er eins og andleg þróun Evrópu á 13.
öld hafi verið þeim nokkuð framandi. Þetta skiptir vitanlega miklu máli þegar
á að vega og meta á hvern hátt og að hve miklu leyti íslensk menning hafi verið
undir áhrifum frá evrópskri menningu á þeim tíma þegar Íslendingar voru að
rita sínar merkustu bókmenntir í óbundnu máli. Það er því meira en nóg tilefni
til að halda lengra áfram eftir þeim leiðum sem Sverrir Jakobsson opnar í þessu
ágæta riti, því eins og hann segir í lokin hefur síðasta orðið ekki verið sagt um
heimsmynd Íslendinga 1100–1400.