Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Síða 132
B ó k m e n n t i r
132 TMM 2006 · 4
Ingibjörg Hafliðadóttir
Kynslóðabilið brúað
Í tilefni af sýningu Þjóðleikhússins á leikgerð Illuga Jökulssonar á sögum Guðrúnar
Helgadóttur, Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni efndi IBBY á
Íslandi til fundar á Súfistanum 12. október sl. Þar stigu fram nokkrir einstaklingar,
sögðu frá áhrifum þríleiksins á sig og lásu eftirlætiskaflann sinn. Hér fylgir hugleiðing
Ingibjargar Hafliðadóttur.
Ég geng inn í litla húsið hennar Heiðu. Ætli ég setjist bara ekki á gamla kollinn
sem er orðinn svo valtur á fótunum af áralöngu ruggi barna og fullorðinna að
hann er orðinn eins og riðandi gamalmenni. Eða kannski sest ég heldur á
bekkinn, ber fótastokkinn og má þá eiga von á að vera búin að kalla áður en
fimm mínútur eru liðnar: „Mamma, mamma, ég fékk flís, ég fékk flís í rass-
inn.“ Þá átta ég mig á því að ég er komin inn í hús bernsku minnar og það er
svo auðvelt ef maður hefur forskrift, að
Leika upp æskunnar ævintýr
með áranna reynslu sem var svo dýr
það er lífið í ódáins líki.
Ég gref allt hið liðna í gleðinnar skaut
ég geri mér veginn að rósabraut
og heiminn að himnaríki.
Þetta er nú eiginlega allt sem ég vildi sagt hafa. Ég hef lengi haldið upp á þetta
erindi eftir Einar Ben, sló því stundum fram ef ég þurfti að vera gáfuleg, en
skildi það ekki almennilega fyrr en eftir að ég var búin að lesa Sitji guðs englar
eftir Guðrúnu Helgadóttur og bækurnar tvær sem á eftir fylgdu. Það var ekki
fyrr en ég hafði þegið heimboð Heiðu og fjölskyldu hennar, sest niður í litla
eldhúsinu og þegið kaffi hjá ömmunni að ég fann hvað það var mér mikils virði
að grafa allt það leiðinlega og vefja allt það erfiða úr fortíðinni inn í gleði og
hlýju og taka sjálfa mig ekki of alvarlega. Nota þetta einstæða heimboð sem
tæki til að láta hugann reika og skoða þetta mikilvægasta tímabil ævinnar
öðrum augum en áður.
Ég kynntist fyrstu bókinni um Heiðu og fjölskyldu hennar fljótlega eftir að
hún kom út. Ég var komin á miðjan aldur, þriggja barna móðir í öldungadeild
og var fengið það verkefni að gagnrýna hana. Ég kynnti mér hana því mjög vel
og sá að þarna var eitthvað nýtt á ferðinni. Það var talað við lesendurna, börn-
in, eins og fólk og þeir leiddir inn í veröld hinna fullorðnu án þess að búa til af
þeim einhverja glansmynd.
Allir höfðu sína kosti og sína galla eins og gengur í lífinu. Ég áttaði mig á því
að alla ævi hafði ég verið að rembast við að fegra æsku mína, gera hana að ein-