Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 135
TMM 2006 · 4 135
Tón l i s t
Gunnar Lárus Hjálmarsson
Bítlarnir og Rolling Stóns
Ég er ekkert að flækja þetta: Bítlarnir eru besta hljómsveit í heimi. Ég hef vitað
þetta síðan ég heyrði í þeim fyrst, barn að aldri, og þessi staðreynd verður ljós-
ari með hverju árinu sem líður og dægurtónlistin endurtekur sig og úrkynjast
í hugmyndaleysi sínu. Ég og Birgir Baldursson trommuleikari höfðum skipu-
lagt þessa ferð til Liverpool með nokkrum fyrirvara og tvinnuðum hana
saman við Rolling Stones tónleika í London í enda ferðar.
Í kjallaranum
Nú erum við komnir ofan í kjallarann, Cavern klúbbinn sjálfan, þar sem Bítl-
arnir spiluðu hátt í 300 sinnum á sokkabandsárum sínum. Við vöfruðum
kortlaust af hótelinu (Adelphi Hótelinu, en þar mun mamma Johns Lennon
hafa gengið um beina) og allt í einu stóðum við bara fyrir framan innganginn
að hinni frægu gleðigötu Mathew Street. Þar fljótlega birtist inngangurinn að
þessum „frægasta klúbbi í heimi“ eins og heimamenn kalla hann. Reyndar var
upprunalegi staðurinn rifinn árið 1973 til að rýma til fyrir neðanjarðarlest sem
aldrei kom. Með auknum skilningi á vægi Bítlanna og rokktónlistar almennt
var staðurinn endurbyggður 10 árum síðar og sömu múrsteinar notaðir að
hluta til að endurbyggja gamla staðinn nákvæmlega upp á nýtt, eða svo er
okkur sagt í túristabæklingum.
Það er heillangt niður í klúbbinn niður svartbikaðan stigagang. En svo verður
dýrðin ljós: Við stöndum fyrir framan sviðið, þetta sama svið (eða þannig) og við
höfum margoft séð áður á myndum og í myndböndum. Þar sem við stöndum og
gónum á miðaldra trúbodor flytja Bítlaslagara ímyndum við okkur: Á nákvæm-
lega þessum GPS punkti stóð Brian Epstein þegar hann sá Bítlana í fyrsta skipti.
Við bregðum fyrir okkur samkynhneigðri rödd og túlkum hugsanir Epsteins: „Já,
voðalega er hann sætur þessi með gleraugun.“ Ef Brian Epstein hefði ekki verið
skotinn í John Lennon hefði rokksagan kannski aldrei orðið sú sem hún er.
Við drífum okkur á barinn til að svolgra í okkur stemminguna. Mér finnst
bjór yfirleitt vondur en það má vel drekka John Smith’s froðufellandi úr kran-
anum. Nálægðin við söguna, bjórarnir og trúbadorinn koma mér fljótlega í
ljómandi góðan fíling. Ég er eiginlega með gleðitárin í augunum. Sendi sms
eins og brjálaður um að nú sé ég í Cavern klúbbnum og að það sé æðislegt.