Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Blaðsíða 136
Tó n l i s t
136 TMM 2006 · 4
Þegar trúbadorinn tekur No reply brýst ég næstum í grát enda hafði ég ein-
hverra hluta vegna vaknað með þetta lag á heilanum nýlega. Aðrir gestir eru
margir í sömu erindagerðum. Góna og mynda. Við erum pílagrímar í Mekka,
Jerúsalem, Liverpool. Í bland eru heimamenn á leiðinni á fyllirí. Það verður
fljótlega ljóst að í þessari stöðu þýðir ekkert nema að hrynja, eins og sagt er, í
það. Tilfinningarnar hafa hreinlega borið mig ofurliði. Birgi líður eins.
Í rútunni
Ekki minnkar tilfinningaflaumurinn daginn eftir. Við eigum bókað í túrista-
ferðina Magical Mystery Tour. Ekki er þynnkan ábætandi, ég kem ekki einu
sinni niður minestrone súpu. Lagast smá eftir verkjalyfin (ó verkjalyfin) og man
þá eftir sönglist okkar á karókíbarnum um nóttina. Eins og á Eystrasaltsferj-
unni forðum holdgaðist í mér karókísöngvarinn Dj Stalin og tók Yellow Sub-
marine með þónokkrum tilþrifum. Dansgólfið tæmdist auðvitað enda Liver-
pool-búar ekkert sérlega áhugasamir um Bítlana svona dags daglega. Mig rámar
í að eldri kona hafi sent mér hatursfullt augnaráð þegar ég valt af sviðinu.
Karlarnir í túristarútunni eru þó auðvitað gríðarlega áhugasamir um Bítlana
enda atvinnan þeirra að sýna pílagrímunum réttu staðina. Örugglega sextugur
karl er túrgæd, og bílstjórinn jafnaldri hans tekur þátt í gleðinni. Hann er að
sögn giftur konu sem var með John Lennon í bekk í grunnskóla. Spiluð eru
Bítlalög af kassettu. Hún er fölsk en það passar einhver veginn bara betur.
Liverpool er ekki þessi ljóta verksmiðjuborg sem ég bjóst við. Bara ljómandi
falleg borg, ekki ósvipuð Akureyri. Fyrsti viðkomustaður er Penny Lane, frek-
ar líflaus gata en samt stilla allir sér upp við skiltið og taka myndir enda valdi
McCartney götuna þegar hann rifjaði upp æsku sína í laginu heimsfræga. Rak-
arastofan sem kemur fyrir í upphafi textans er á sínum stað. Úti í glugga eru
náttúrlega útstilltar myndar af okkar mönnum. Hinu megin á litlu plötunni
rifjaði Lennon upp sína æsku í öðru snilldarlagi, Strawberry Fields Forever.
Strawberry Fields er barnaheimili rekið af Hjálpræðishernum og nú stöndum
við fyrir framan hliðið. Pílagrímar hafa krotað hugleiðingar sínar út um allt.
Inn í mér syng ég lagið. Ég er alveg í spreng og sting af til að létta á mér í trjá-
lundi. Ég hef pissað hjá Strawberry Fields. En auðvitað ekki forever.
Rútan hlykkjast um æskuslóðir Bítlanna. Hér bjó Lennon hjá Mímí frænku.
Það er lang ríkmannlegasta æskuheimili Bítla. Hér bjó Ringo litli. Aumingja
Ringo ólst upp í gettói. Hér spiluðu The Querrymen í fyrsta skipti opinberlega.
Þarna, árið 1957, hitti Paul John fyrst og sannaði sig fyrir honum með því að
spila 10 mínútna syrpu af nýjustu rokklögunum. Í þessu strætóskýli hittust
George og Paul fyrst. Og hér á 20 Forthlin Road bjó Paul þangað til hann flutti
til London. Þarna í herberginu fyrir ofan innganginn sömdu hann og John
mörg sín þekktustu lög. Í annarri túristaferð er hægt að komast inn og ganga
um húsið sem hefur verið endurinnréttað til að minna á gamla tíð, en við í
þessari ferð verðum að láta okkur nægja að mæna frá girðingunni.
Það dregur ský fyrir sólu, allt verður dauðakyrrt eins og í sólmyrkva og ég