Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Síða 137
Tó n l i s t
TMM 2006 · 4 137
stari á gardínurnar. Reyni að sjá aftur um 45 ár, reyni að greina tvo unga menn
niðursokkna að breyta heimssögunni með kassagíturum. Ég er ekki frá því að
kökkurinn sé kominn aftur í hálsinn. Mér dettur í hug að stela mold úr blóma-
beðinu en finnst það einum of geðveikt. Sé þó á leiðinni í rútuna að einn Jap-
aninn handleikur laufgaða grein sem hann hefur tekið af limgerðinu.
Í mannhafinu
Það er ljótt að segja það: Popparar sem deyja ungir geymast betur en þeir sem
lifa og verða gamlir. Ef Lennon hefði lifað og Bítlarnir átt kombakk og væru
kannski enn að hjakka á slögurunum í súpersponsuðum risatónleikaferðum
um heiminn, væri minning þeirra og arfleifð ekki eins bjargföst og dulúðug og
hún er í dag. Helsti kosturinn við goðsögnina er að hún er endanleg og sagan
verður aldrei endurtekin eða skrumskæld af gömlum mönnum. Nei við látum
Rolling Stones um þá deild. Ég er ekki að skamma karlagreyin fyrir að hafa
lifað af, þeir spila ágætlega úr sínu og vel það.
Þeir eru á risavöxnu ferðalagi, enn einu sinni, og líkt og mörgum öðrum er
mér mikið í mun að „sjá þá læf“, enda nokkrar líkur á að þetta sé þeirra síðasti
túr. Þetta hefur svo sem heyrst áður. Það að þurfa að „sjá þá læf“ áður en það
er orðið um seinan er vinsælt sport, enda eru þetta Mozart og Beethoven okkar
tíma og eflaust var gaman að sagst hafa „séð þá læf“. Ég sé fullt af Íslendingum
sem eru mættir til að „sjá þá læf“. Á leiðinni út hitti ég tvo miðaldra menn sem
voru að fara í 6. og 12. skiptið að „sjá þá læf“. Seinna heyri ég fullt af liði sem
„sá þá læf“, allt frá Sveppa til Gunnars Birgissonar í Kópavogi.
Giggið er á 55 þúsund manna íþróttaleikvangi í Richmondhverfi London.
Hér spiluðu þeir mikið fyrstu árin. „Það eru kannski einhverjir hérna sem sáu
okkur 1963,“ segir Mick Jagger í eina skiptið á þessum tónleikum sem hann
virðist vera spontant. „Ekki hafa áhyggjur, við erum ennþá með sömu lögin.“
Það er hátíð í bæ og sölutjöld í röðum sem bjóða upp á minjagripi og mat. Ég
sver að 1/3 viðstaddra er í Rolling Stones bol með tungunni miklu í hinum
ýmsu útgáfum framan á sér. Þegar gigginu lýkur er ég svo smitaður af hjarð-
mennskunni að ég fæ mér líka bol.
Fyrsta hugsunin sem kviknar þegar gömlu mennirnir hefja loks leik er: „Ég
hefði nú alveg eins getað horft á þetta á dvd.“ Ég er í ódýrustu sætunum og nota
kíki til að góna upp á svið. Sem betur fer er risavaxinn skermur fyrir miðju
sviði sem sjónvarpar herlegheitunum, en ég lofa sjálfum mér að kaupa dýrari
miða næst þegar ég fer á svona risagigg.
Á netinu sé ég seinna að þeir spila nánast alltaf sömu lögin og í sömu röð á
þessari tónleikaferð sinni. Byrja á Jumping Jack flash og enda 18 lögum síðar á
Satisfaction. Þetta er eins og eftir handriti. Allt einhvern veginn niðurneglt og
meint villimennska Keiths Richards líka. Hann er leyfilega undantekningin og
allir glotta og hugsa það sama þegar á hann er minnst. Mick Jagger er bensínið
á þessum bíl og ólmast eins og þindarlaus unglingur. Um mitt sett syngur Keith
tvö lög og þá streymir liðið fram að reykja, fá sér bol eða mat. Þegar Mick birtist