Tímarit Máls og menningar - 01.11.2006, Page 138
Tó n l i s t
138 TMM 2006 · 4
aftur fara gömlu mennirnir á svokallað B-svið og spila á því þar sem það siglir
í gegnum mannhafið. Þetta minnir mig á Pálmasunnudag, eins og þegar Jesús
fór á asnanum og liðið veifaði pálmum í áttina til hans. Í æstu mannhafinu eru
m.a.s. nokkur plastpálmatré á lofti. Ég fatta seinna að þetta á að minna Keith á
pálmatréð sem hann datt úr. B-sviðið staðnæmist loks fyrir miðjum íþróttaleik-
vangi og þar taka karlarnir nokkur lög. Sigla svo til baka og klára sitt sett.
Félagi minn Birgir er í skýjunum enda dansaði hann allan tímann með tárin
í augnum. Ég er eitthvað minna hrifinn enda ekki gamall aðdáandi eins og
hann. Ég var með tárin í augunum þegar ég sá McCartney um árið og skil þetta
alveg. En ég er glaður með að hafa „séð Rollinga læf“. Þá er það búið. Hvenær
ætli Ringo Starr fari næst á túr?
Höfundar efnis
Aðalsteinn Ingólfsson, f. 1948. Listfræðingur og forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands.
Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir, f. 1957. Lektor við KHÍ.
Ari J. Jóhannesson, f. 1947. Læknir.
Árni Bergmann, f. 1935. Rithöfundur og bókmenntafræðingur. Nýjasta bók hans er
Listin að lesa (2005).
Dagný Kristjánsdóttir, f. 1949. Prófessor við HÍ.
Davíð A. Stefánsson, f. 1973. Bókmenntafræðingur og skáld.
Einar Már Jónsson, f. 1942. Sagnfræðingur og kennari við Sorbonneháskóla.
Einar Kárason, f. 1955. Rithöfundur. Nýjasta bók hans er Jónsbók – Saga Jóns Ólafs-
sonar athafnamanns (2005).
Eiríkur Örn Norðdahl, f. 1978. Skáld og rithöfundur. Nýjasta bók hans er skáldsagan
Eitur fyrir byrjendur (2006).
Gísli Sigurðsson, f. 1959. Rannsóknaprófessor við Árnastofnun.
Gunnar Lárus Hjálmarsson – betur þekktur sem dr. Gunni, f. 1965. Blaðamaður,
tónlistarmaður og sérfræðingur í dægurtónlist.
Halldór Björn Runólfsson, f. 1950. Listfræðingur. Lektor við LHÍ.
Hrund Gunnsteinsdóttir, f. 1974. Blaðamaður.
Ingibjörg Hafliðadóttir, f. 1940. Bókavörður á Borgarbókasafninu.
Jón Yngvi Jóhannsson, f. 1972. Bókmenntafræðingur.
Kristín Ragna Gunnarsdóttir, f. 1968. Teiknari og bókmenntafræðingur. Nýjasta verk
hennar er myndabókin Völuspá (2005. Þórarinn Eldjárn endurorti texta hins forna
kvæðis). Hún vinnur nú að teiknimynd sem byggist á sama efni.
Kristín Guðrún Jónsdóttir, f. 1958. Kennir bókmenntir við spænskudeild HÍ.
Kristín Svava Tómasdóttir, f. 1985. Skáld og bréfberi.
Magnús Sigurðsson, f. 1984. Háskólanemi.
Matute, Ana María, f. 1926. Spænskur rithöfundur. Sjá kynningu á eftir sögunni.
Sif Gunnarsdóttir, f. 1965. Viðburðastjóri Reykjavíkur og varamaður í dómnefnd um
Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs.
Soffía Auður Birgisdóttir, f. 1959. Bókmenntafræðingur. Aðjúnkt við Háskóla Íslands
og verkefnastjóri við Háskólasetrið á Höfn í Hornafirði.
Steinunn Inga Óttarsdóttir, f. 1963. Bókmenntafræðingur og áfangastjóri bóknáms
við MK.
Þórarinn Eldjárn, f. 1949. Skáld og rithöfundur; handhafi ljóðaverðlauna Guðmundar
Böðvarssonar. Nýjasta bók hans er Hættir og mörk (2005).