Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Side 2
2 TMM 2007 · 2
Frá ritstjóra
„Kæra þökk fyrir nýjasta heftið af Tímaritinu góða. Ég las með sérstakri ánægju
viðtalið við Dick Ringler, greinina hans Heimis um Bókmenntasöguna (ég á verk
ið ólesið á stofugólfinu) og pistillinn um stafsetninguna gladdi mig óskaplega. Get
ekki stillt mig um að þakka fyrir mig,“ skrifaði Svanhildur Hermannsdóttir, ein af
mörgum sem höfðu gaman af Dick. En Kendra J. Willson benti á að ekki hefði
komið fram í hvaða tölublaði af Times Literary Supplement ritdómur Carolyne
Larrington um Bard of Iceland birtist. Hún lagði sjálf til þessar upplýsingar: Grein
in var í 5240. tbl., 5. sept. 2003, bls. 10. „Það er gott að vita af þessum ritdómi,“ segir
Kendra, „ég hafði aðeins lesið ritdóm Cooks í Skírni og annan eftir Frederic
Amory í Scandinavian Studies (76.1 (2004): 90–100) sem var mjög á sömu
nótum.“
„Fanta var merkilegt viðtal þitt við Dick Ringler,“ segir Pétur Gunnarsson í
bréfi. „Og metfé þetta nýfundna prósaljóð hans Jóns Thor! Fannst þér það ekki
minna soldið á Skáldanóttina hans Hallgríms Helga? Maður gat alveg séð það sem
eina senu í leikritinu því.“
„Ég er ekki alveg búinn með tímaritið enn,“ skrifaði Böðvar, „búinn með ljóð og
sögur og greinina hans Gussmanns pólska, hann er svo skemmtilega íhaldssamur.
Viðtalið við Ringler, grein Vésteins og Eggerts Ásgeirssonar er ég líka búinn með
og auðvitað perlu perlanna, frumbirta ljóðið hans Jóns Thor. Svoleiðis hvalreki ger
ist aðeins á „gullnum augnablikum.““ Gleði bókmenntaunnenda var einlæg yfir
þessari óvæntu „flugu“.
„TMM er mjög fjölbreytt,“ skrifar Sölvi Sveinsson, „alþýðlega skrifað (sem þýðir
að menn þora að hafa skoðanir og viðra þær án þess að vísað sé til fjölda manns!),
málefnin eru í umræðu og tímaritið er því aldarspegill eins og góð tímarit eiga að
vera.“
Sérstaklega gaman var að fá bréf frá Bo Almqvist í Dublin sem finnst „svo óskilj
anlega margt […] að gerast nú á dögum í menningarlífinu á Íslandi. Það hlýtur að
vera gaman að vera Íslendingur á þessari öld. Ég þakka sérstaklega greinarnar eftir
Eggert Ásgeirsson um Tómas Sæmundsson, orðaskipti Vésteins Ólasonar við
Helga Hálfdanarson og greinar Gísla Sigurðssonar um íslenska málþróun.“
„Hér er mikið frelsi í málfarsefnum og ekkert vandamál að segja að það var feitt
kúlt að lesa viðtalið við Dick og enn feitar kúlt að sjá ljóð eftir Jón Thor. Samt
fannst mér nú kúlast að lesa svörin við spurningum Ara,“ segir Heimir Pálsson í
geysilöngu bréfi sem allt er á tmm.is. Hann var ánægður með margt en einkum þó
Lubba klettaskáld.
„Dyggur lesandi tímaritsins til fjölda ára“ segist í bréfi líka hafa lesið Helgafell,
Birting og Líf og list meðan þau voru og hétu: „Skírnir og Andvari voru leiðinleg
en hafa batnað. En samt var Tímarit Máls og menningar skipið sem aldrei sökk.“
Hann þakkar sérstaklega fyrir yfirlit Heimis um bókmenntasöguna, „einnig var
gaman að lesa dóm um nýjustu bók Ólafs Gunnarssonar, ég þarf að lesa þá bók.“
Við þökkum SPRON innilega fyrir að vera styrktaraðili þessa heftis ásamt Eddu
útgáfu, og óskum lesendum og vinum þeirra gleðilegs sumars.
Silja Aðalsteinsdóttir