Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Blaðsíða 6
A n n a J ó h a n n s d ó t t i r
6 TMM 2007 · 2
löndum á 18. öld. Hér verður slíkri greiningu jafnframt beitt á ýmsa
þætti í safnrými Listasafns Íslands, en safnið hefur á undanförnum
árum leitast við að losa sig undan hinni upphöfnu ímynd ákveðinna
safngerða. Þá verður athygli beint að Safnasafninu, en líta má svo á að
það hafi leitast við að endurspegla „opna“ hugmyndafræði sem tengist
annarskonar fagurfræðilegu og sögulegu mati á arfleifð og samtíma.
Rétt er að leggja áherslu á að markmið þessarar greinar er alls ekki
samanburður á „gæðum“. Við blasir að hér er um að ræða tvö ólík söfn
með ólík hlutverk; hins vegar er ekki úr vegi að líta til þeirra beggja
þegar hugað er að samræðu þeirra við safngesti og samfélagið.
Hin íkonógrafíska frásögn listasafnsins
Í grein sinni „The Universal Survey Museum“3 benda þau Carol Duncan
og Alan Wallach á að í hugum flestra sé listasafnið virðulegur staður,
ætlaður til íhugandi skoðunar á listaverkum, og jafnframt staður sem
tengist listhugtakinu nánum böndum. Listasafnið sé ennfremur ákaf
lega mikilvæg stofnun – nokkurs konar fjársjóðsgeymsla þar sem dreg
inn er saman efnislegur og andlegur auður samfélagsins. Í greininni
grafast þau fyrir rætur slíkra hugmynda, leitast við að greina kjarnann í
þeirri reynslu sem felst í safnheimsókninni eins og hún hefur verið
skipulögð af safninu sjálfu og um leið að skilgreina um hvað söfn snúast.
Þau beina sjónum að mótandi þáttum í safnareynslunni og nefna í því
sambandi að grundvallarvirkni safna sé hugmyndafræðileg og rými
þeirra hlaðið merkingu í samspili byggingarlistar innanhúss sem utan,
safneignar og framsetningar á henni. Í grein minni tek ég mið af nálgun
Duncan og Wallach sem felst í könnun sjónrænnar og rýmislegrar upp
lifunar á safninu og ályktunum um hugmyndir og gildi sem safnið leit
ast við að miðla.4
Að þeirra mati hverfist safnareynslan – og um leið listupplifunin –
um svonefnt íkonógrafískt ritúal, táknræna helgisiði sem fela í sér miðl
un listasafnsins á samfélagslegri hugmyndafræði og gildum. Carol
Duncan bendir í annarri grein á að listasöfn tilheyri sviði veraldlegrar
þekkingar sem minni þó um margt á, og eigi rætur í, trúarlegri upplif
un.5 Ennfremur að safnbyggingar líkist ekki aðeins fornum stöðum
helgiathafna vegna byggingarsögulegra skírskotana, heldur séu þær
sjálfar helgistaðir sem varðveita hið opinbera menningarminni sam
félagsins. Hið íkonógrafíska helgihald lýsi sér í því að safngesturinn sé
leiddur inn í ákveðið ferli eftir fyrirfram ákvarðaðri efnisskrá, arkitekt
ónísku eða byggingarfræðilegu „handriti“ sem mótast af samspili bygg