Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Side 8
A n n a J ó h a n n s d ó t t i r
8 TMM 2007 · 2
efnisskráin í sér ritúalíska hópgöngu safngesta sem stigmagnast, fer
fyrst í gegnum eins konar formála tilkomumikilla og skreyttra salar
kynna þessarar „monúmental“ byggingar þar sem listaverkin skírskota
til klassískrar fornaldar, og þaðan til endurreisnartímabilsins, en þá er
komið í stórfengleg gallerí þar sem frönsk list er til sýnis. Gangan leiði
safngesti að lokum að hátindinum: verkum franskra meistara á borð við
David, Géricault, Ingres og Delacroix, síðustu málara hefðar sem átti
rætur í endurreisnartímanum. Á efnisskránni er m.a. hin vængjaða sig
urgyðja frá Samóþrakíu, en í henni birtist kjarninn í skilaboðum safn
ritúalsins í líki sigurtákns fyrir franska ríkið sem arftaka siðmenning
arinnar, en rætur hennar ná aftur í grískrómverska hefð fornaldar.
Safnið er staður gagnkvæmra samskipta ríkis og þegns sem þar sam
samar sig gildum samfélagsins og staðfestir jafnframt borgaralega stöðu
sína og skyldur gagnvart ríkinu.6
Listasafn Íslands – helgidómur þjóðarinnar
Í umfjöllun um söfn í nútímaborgum benda Duncan og Wallach á að
líkt og hof fyrri tíma séu söfnin opinberun hugmyndarinnar um ríkið.7
Notuð sé byggingarfræðileg framsetning sem rekja megi til Rómaveldis
og tíðkast hafi við hönnun opinberra bygginga frá dögum endurreisn
arinnar, svo sem hinnar grískrómversku framhliðar hofa eða hvelfingar
Panþeons í París, auk þess sem safnið snúi gjarnan, sem táknmynd rík
isins, út að opnu torgi eða almenningsgarði. Þeir sem ganga inn um dyr
þess verða um leið þátttakendur í ákveðinni helgiathöfn, þar sem að
jöfnu eru lögð mynd hins opinbera valds og hugmyndin um siðmenn
ingu.
Í því sambandi er vert að líta til byggingarstíls hins íslenska ríkislista
safns, Listasafns Íslands, eins þriggja höfuðsafna landsins, eins og hún
blasir við í götumynd Fríkirkjuvegarins í Reykjavík. Húsið var reist eftir
uppdráttum Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins, árið 1916. Á
sínum tíma var þetta allvoldug bygging og framhliðin hverfist í klass
ískum anda á symmetrískan hátt um þrjá rómanska boga.8 Hvítmáluð
byggingin minnir einna helst á musteri, hún er rismikil eða monú
mental í sínu samhengi, þótt einnig megi líta svo á að hún sé smækkuð
gerð slíkra bygginga erlendis. Listasafn Íslands snýr út að Tjörninni í
Reykjavík9 sem var ásamt nánasta umhverfi mikið athafnasvæði þegar
húsið var reist, eins konar bæjarmiðja þar sem íbúar komu saman og
sigldu á bátum á sumrin, skautuðu við „lifandi“ tónlistarflutning á vet
urna auk þess sem hringekja var um hríð starfrækt í hólmanum í nyrðri