Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Qupperneq 9
Ó l í k i r f j á r s j ó ð i r
TMM 2007 · 2 9
hluta Tjarnarinnar. Líta mætti á safnbygginguna sem eina af táknmynd
um íslenska ríkisins – og íslenskrar menningar, staðsetta í hjarta höfuð
borgarinnar sem jafnframt er miðstöð stjórnsýslunnar. Myndugleg en
lokuð ásjóna safnsins skírskotar til musteris er geymir helgidóm í formi
menningararfs þjóðarinnar.
Það var hlutafélagið Herðubreið sem upprunalega lét reisa það sem
íshús þar sem geymd var beita fyrir fiskiflotann og kjöt fyrir bæjarbúa.
Byggingin var tilkomumikil í bæjarmyndinni og gekk m.a. undir nafn
inu „Herðubreið“. Þannig var henni líkt við sjálfa drottningu íslenskra
öræfa og rís hún því táknrænt upp úr einhvers konar flatneskju. Gera
má sér í hugarlund að byggingin hafi að ýmsu leyti tákngert nýja tíma í
íslenskri menningarsögu og atvinnulífi þar sem stórhugur ríkti í útgerð
armálum, öld vélknúinna togara var nýhafin og fullveldið skammt
undan. Síðar, eða frá 1958, var húsið vinsæll samkomustaður bæjarbúa
sem gekk síðast undir nafninu Glaumbær, þar til hann brann 1971, en
reis „úr öskunni“ sem nýtt þjóðlistasafn árið 1987.
Ætla má að staðsetning byggingarinnar í höfuðstaðnum og tengsl við
sögu bæjarins á uppgangs og breytingatímum hafi vegið þungt við val
á húsnæði fyrir listasafnið auk þess sem stíllinn fer á ýmsan hátt saman
við áherslur í alþjóðlegum byggingarstíl vestrænna ríkislistasafna
beggja vegna Atlantshafsins á 19. öld og fram á 20. öld þar sem skírskot
að var til hofa og halla fornaldar í anda endurreisnarinnar.10
Sé litið til hinnar ritúalísku frásagnar sem Duncan og Wallach lýsa,
þá er vert að skoða sjónræna og rýmislega upplifun af safninu í stærra
samhengi. Duncan bendir á að reynslan innandyra eigi sér stað í sér
staklega afmörkuðu rými, sem sé skýrt aðgreint frá hversdagsrýminu og
einkennist af „gæða“íhygli og lærdómi.11 Þar sé gesturinn staddur í frí
tíma andspænis vinnutíma, innirými andspænis útirými. Duncan legg
ur ennfremur áherslu á mikilvægi aðdragandans í safnreynslunni og
þann andlega undirbúning sem felst í aðkomu að safninu.
Hvernig er aðkoman að Listasafni Íslands? Sé staðið fyrir framan
bygginguna – þetta musteri, minnisvarða, fjall, Herðubreið – standa í
hlaðinu styttur eftir Sigurjón Ólafsson myndhöggvara í nokkurs konar
framvarðarsveit, líkt og ljónastyttur við framhlið viðhafnarbygginga. Sé
litið á listaverkin sem tákn fyrir ákveðin augnablik listasögunnar, í
samræmi við hugmyndir Duncan og Wallach, má sjá þar táknmyndir
íslensks módernisma og afstrakttímabilsins í takti við hræringar í
alþjóðlegri listasögu. Styttan hægra megin við framhlið safnbygging
arinnar heitir „Fótboltamaður“ (1936, eir) og má ef til vill líta á hana sem
tákn um listina sem andlega íþrótt. Vinstra megin stendur „Víkingur“