Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Qupperneq 10
A n n a J ó h a n n s d ó t t i r
10 TMM 2007 · 2
(1952, grásteinn) og vísar allt í senn til upprunasögu þjóðarinnar, bók
mennta og sagnahefðar, glæstrar fortíðar er hetjur riðu um héruð og
almennt til framsækni og hugdirfsku. Stéttin á milli safnbyggingarinn
ar og Fríkirkjunnar að inngangi safnsins telst vart tilkomumikil safn
aðkoma, enda rýmið ekki upprunalega hugsað sem slíkt. Engu að síður
gegnir hún ákveðnu hlutverki í aðdragandanum, því þar gefst safngest
inum tóm til íhugunar og andlegs undirbúnings fyrir reynsluna inn
andyra. Við innganginn er „Kona með kött“ (1946, grásteinn) eftir Sig
urjón og mætti túlka sem verndara hússins12 og e.t.v. sem fulltrúa
kvenna andspænis víkingnum og fótboltamanninum.
Þegar inn er komið er safngesturinn staddur í nýbyggingu Garðars
Halldórssonar, húsameistara ríkisins. Þessi tengibygging ber keim af
áherslum í alþjóðlegum safnbyggingum á 9. áratugnum. Þar ber hæst
nýbyggingu Museum of Modern Art (MoMA), nútímalistasafnsins í
New York, sem opnuð var 1984 í formi „atriums“, opins svæðis fyrir
miðju hússins þar sem fægð marmaragólf, mikið birtuflæði með fjölda
glugga, rúllustigar o.fl. eru áberandi og þykir mörgum afar tilkomu
mikið – þótt aðrir telji rýmið yfirþyrmandi andspænis listaverkunum.13
Segja má að slíkt rými gegni mikilvægu hlutverki í sköpun áhrifamik
illar heildarumgjarðar um safneignina.
Hluti nýbyggingar Garðars myndar slíkt „atrium“ sem tengir saman
sýningarsali og ýmis þjónusturými. Þar glampar á fægt stál, gler og ljós
leitan marmara á gólfum og stiga. Hönnun er öll hin fágaðasta. Rýmið
er ákaflega bjart, yfirbyggt með gleri í þrískiptu, symmetrísku hvolfþaki
sem kallast á við rómönsk bogaformin í framhlið hússins. Duncan lýsir
upphafinni safnreynslu sem hugmynd um stað þar sem einstaklingum
er gert kleift að stíga út úr hversdagslegu amstri, komast handan við
andleg mörk jarðneskrar tilveru, út úr tímanum, verða fyrir menning
arlegri uppljómun og öðlast nýtt sjónarhorn á veruleikann. Sjónræn og
rýmisleg upplifun safngestsins í anddyri Listasafns Íslands gefur fyr
irheit um vissa „helgistund“ og hönnunin hefur þau áhrif að augnaráð
gestsins beinist upp á við og þannig elur hún á eftirvæntingu hans.
Hönnun rýmisins, sem tilkomumikils hluta af heildarumgjörð safnsins,
staðfestir hugmyndina um ríkislistasafnið sem helgiskrín utan um
menningararfleifð þjóðarinnar.
Segja mætti að byggingarstíll safnahússins, innandyra sem utan,
stuðli að því sem hluti af íkonógrafískri frásögn að móta sérstakt, upp
hafið andrúmsloft. Þá má ætla að saga safnsins – stofnun þess í ákveðnu
þjóðfélagslegu andrúmslofti – eigi þar einnig stóran þátt.14 Carsten
PaludenMüller hefur bent á hlutverk safna sem nokkurs konar „hald