Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Page 11
Ó l í k i r f j á r s j ó ð i r
TMM 2007 · 2 11
reipis“ í þróun þjóðfélagslegrar sjálfsmyndar á umbrotatímum.15 Íslend
ingar sóttust eftir stjórnarfarslegu sjálfstæði á grundvelli menning
arlegrar sérstöðu sem byggði á fornum bókmenntaarfi. Stofnun ríkis
listasafns (1884) samfara tilurð íslenskrar listasögu var til vitnis um
aukið menningarlegt sjálfstæði. Eitt meginhlutverk Listasafns Íslands er
„að gæta sameiginlegs minnis sem söfnin sjá um“ og „að gæta menning
ararfsins“ eins og fyrrverandi forstöðumaður safnsins, Ólafur Kvaran,
kemst að orði.16 Hluti af „helgihaldi“ safnsins felst í viðeigandi umgjörð
fyrir hinn almenna (og innlenda) safngest er hann staðfestir menning
arlega stöðu sína sem þjóðfélagsþegn. Í þessum „helgidómi“ er að sjálf
sögðu einnig tekið á móti erlendum gestum og slík móttaka hefur einn
ig þjóðernislegt gildi.
Listasafn Íslands er þannig nátengt hugmyndinni um íslenska þjóð,
íslenska menningu – og íslenska listasögu. Safnastarfið felur í sér merk
ingarsköpun sem er afar mótandi í því samhengi, þ.e. í tengslum list
arinnar við þjóðernið, menningarskilning og söguna. Skoða mætti verk
í safneigninni sem tákn í hinni íkonógrafísku frásögn safnsins. Þar má
gjarnan sjá sérstök „lykilverk“ á borð við stóru Heklumyndina eftir
Ásgrím Jónsson; hún er táknmynd tiltekins „skóla“ eða tímabils („þjóð
ernisleg landslagsrómantík“) og listamaðurinn er fulltrúi „gömlu meist
aranna“ o.s.frv. Slíkar táknmyndir miðla ákveðnum gildum sem byggja
á viðteknum hugmyndum. Slíkt kennivald mætti einnig heimfæra upp
á einstakar sýningar, til dæmis „Ný íslensk myndlist II – Um rými og
frásögn“ sem var í safninu 12. nóvember 2005 til 12. febrúar 2006 og
sýndi verk yngstu kynslóðar íslenskra myndlistarmanna. Sýning sem
þessi felur í sér mat á því sem „er að gerast“ í samtímanum og listaverk
in verða – a.m.k. tímabundið – hluti opinberrar íslenskrar listasögu í
samhengi safnstofnunarinnar. Safnastarfið er óhjákvæmilega litað af
upphöfnu andrúmslofti opinberra ríkislistasafna og verður fyrir vikið
fyrir harðskeyttri gagnrýni þegar aðrir gera tilkall til mótunar íslenskr
ar listasögu.17
Forstöðumenn safna og sýningarstjórar taka nú í vaxandi mæli mið
af tilraunum til merkingarsköpunar sem er síður háð fastmótuðum
hugmyndum um safnastarfsemi eða um gildi og framvindu í listasög
unni. Þegar Ólafur Kvaran var spurður um sýn hans á safnareynslu hins
almenna safngests notaði hann orðið „lífsgæði“, vítt hugtak sem skilja
má sem svo að komið sé til móts við lýðræðislegar kröfur um aðgengi
almennings að listasögunni. Þetta endurspeglar lýðræðisvæðingu list
reynslunnar sem og mikilvægi safnstofnunarinnar í tengslum við lista
söguhugtakið. Þar hefur íslensk listasaga orðið til sem ákveðið röklega