Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Síða 12
A n n a J ó h a n n s d ó t t i r
12 TMM 2007 · 2
skilgreint fyrirbæri sem – að sögn Ólafs – er í stöðugri mótun í tengslum
við innkaup á verkum, sýningarhald, rannsóknir, útgáfu og innbyrðis
samspil þessara þátta. Miðlun slíkrar listasögu, með ákveðið „listrænt
gæðahugtak“ að leiðarljósi, eins og hann kemst að orði, hlýtur þá að geta
af sér jákvæða safnareynslu sem telst til lífsgæðanna sem hann vísar til.
Sé hins vegar litið til hugmyndarinnar um listræna upplifun sem íhug
andi áhorf í anda hefðbundins helgisiðahalds, þá telur Ólafur að Lista
safn Íslands þurfi að komast út úr einhliða „meditatífu áhorfi“ og bend
ir jafnframt á þátt safnsins í mótun slíks andrúmslofts sem fæli marga
safngesti frá. Æskilegra væri að þróa nýtt viðmót í tengslum við aukna
þjónustu við safngesti og áherslu á „virkt samtal“ í samræmi við þróun
í alþjóðlegum safnheimi. Slíkt feli líka í sér afhelgun á stöðu sýning
argestsins og að einhverju leyti á safnarýminu. Í því samhengi nefnir
Ólafur mikilvægi þess að safnið haldi stöðu sinni sem virðuleg stofnun
og má túlka það sem svo að þótt dragi úr hátíðleikanum, þá sé safninu
nauðsynlegt að halda virðingu sinni. Velta má fyrir sér hversu langt
safnið gæti gengið í slíkri afhelgun án þess að það leiði til upplausnar
viðmiða og gilda sem listheimurinn byggir á og í víðara samhengi
samfélagið sjálft.
Safnasafnið á Svalbarðsströnd – alþýðlegur fjársjóður
Safnasafnið er rekið af hjónunum Níelsi Hafstein myndlistarmanni og
Magnhildi Sigurðardóttur geðhjúkrunarfræðingi. Þetta er virðuleg og
metnaðarfull safnastofnun en miðlar um leið vingjarnlegu og persónu
legu andrúmslofti. Safnið skilgreinir sig sem höfuðsafn íslenskrar
alþýðulistar og alþýðuhandverks18 og varðveitir tæplega 3000 verk (í
safneign Listasafns Íslands eru um 10.000 verk). Í sýningarskrá Safna
safnsins frá árinu 1999 segir m.a.: „Það helgar sig alþýðulist og nýrri
myndlist sem tekur mið af alþýðlegum gildum, sýnir handverk og sér
söfn, svo sem gripi úr heimilis og atvinnulífi, leikföng, líkön, minja
gripi, tæki, vélar og uppfinningar.“ Af þessu má sjá að það byggir starf
semina á annars konar safneign en Listasafn Íslands og hefur ekki eins
hástemmda ímynd. Það felur samt sem áður í sér umgjörð með inn
byggðu merkingarkerfi, sitt eigið hugmyndafræðilega ritúal. Hér á eftir
verður skyggnst eftir táknum í byggingarstíl og sögu safnhússins, safn
eign og framsetningu hennar. Leitast verður við að greina safnareynsl
una í tengslum við þá merkingarsköpun sem þar á sér stað.
Safnhúsið er að mörgu leyti ákaflega viðeigandi og „sannfærandi“
umgjörð um safnastarfsemi. Líkt og Listasafn Íslands er það reisulegt og