Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Side 13
Ó l í k i r f j á r s j ó ð i r
TMM 2007 · 2 13
formið symmetrískt eða samhverft, en þó töluvert smærra í sniðum en
Listasafn Íslands. Greina má klassískt gullinsnið í arkitektúrnum en þó
skírskotar stíllinn ekki til viðhafnarbygginga, eins og hofa eða halla. Þá
hefur safnhúsið menningarsögulegt gildi. Það var reist 1922 undir
menningarstarfsemi Svalbarðsstrandarhrepps; þar var m.a. starfræktur
barnaskóli, samkomusalur og húsið kallað ýmist „Skólinn“, „Samkomu
húsið“ eða „Þinghúsið“. Upprunalegt hlutverk þess tengist almennings
rými og því mætti segja að safnastarfsemin sem þar hefur verið rekin
um tíu ára skeið komi í „eðlilegu“ framhaldi. Safnið er í strjálbýli, í
nánum tengslum við stórbrotna náttúru sem myndar volduga umgjörð
í stað merkingarhlaðinnar borgarmyndar. Þó er höfuðstaður Norður
lands hinum megin við Eyjafjörðinn og safnið er því í nánd við burð
ugan stjórnarfarslegan og menningarlegan pól landsbyggðarinnar and
spænis höfuðborgarsvæðinu. Þótt segja megi að Safnasafnið sé á jaðar
svæði andspænis hinu miðlæga Listasafni Íslands, þá er safnið nyrðra
jafnframt annar valkostur í túlkun íslenskrar listasögu og þannig visst
mótvægi við Listasafn Íslands.
Safnasafnið er í alfaraleið í þeim skilningi að það stendur við þjóðveg
inn. Þegar rennt er í hlað blasa við fyrir utan innganginn litríkar og
glaðlegar styttur Ragnars Bjarnasonar alþýðulistamanns af alls konar
fólki: börnum, vinnumönnum, myndarlegum konum á Evuklæðunum
(þar af einni sem er svört á brún og brá), miðaldamanni og ýmsum
furðufuglum. Það er eins og allir hafi brugðið sér út til að taka á móti
gestum – eru þetta ef til vill vinaleg verndargoð hússins? Hinn andlegi
undirbúningur felst í því að safngesturinn kætist í bragði, er til í að
bregða á leik og slást í hópinn. Nálægð við fagran trjágróður, lækjarnið,
himin og haf stuðlar að „náttúrulegri“ upplifun – samhljómi við nátt
úruna og tignarleg form fjallanna – og tengslum við sjálft landið og
fólkið sem þar býr.
Þegar inn er komið er gesturinn staddur í tengirými, þ.e. inngangi
með hringstiga upp á efri hæð.19 Sýningarsalir eru á báðum hæðum, af
svipaðri stærðargráðu og stofur á rúmgóðu heimili. Þetta hefur þau
áhrif að reynsla gestsins verður notaleg, afslöppuð, mótast af hlýju og
nánd. Safnrýmið er bjart og hefur yfir sér heimilislegan brag, þar eru
víða fallegar handunnar mósaíkskreytingar, ræktarlegar pottaplöntur
og heklaðar ábreiður á stólum í bókasafnsrýminu þar sem hægt er að
hreiðra um sig með bók í hendi. Stofnendur safnsins búa í risinu og hafa
eldhús á annarri hæð, en hægt er að sjá þangað inn í gegnum glerhurð.
Þar er til sýnis eitt af sérsöfnunum: safn húsfreyjunnar af grænu gleri.
Einkarými og opinbert safnrými skarast þannig með áhugaverðum og