Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Qupperneq 14
A n n a J ó h a n n s d ó t t i r
14 TMM 2007 · 2
áreynslulausum hætti. Sé litið til ummæla Carol Duncan um skýra
afmörkun stórra listasafna frá hversdagsrýminu, frá vinnutímanum, í
upphöfnu tímaleysi helgistundar fjarri daglegu amstri, þá á slík aðgrein
ing sér ekki stað í safnarými Safnasafnsins. Nálægð heimilis, vinnu og
hversdags við frítíma safngestsins kemur ekki í veg fyrir að hann geti átt
þar andlega upplyftingarstund – eins konar helgistund – og upplifað
þau „lífsgæði“ sem hann sækist eftir. Það sem meira er, hann getur átt
helgistund með öðrum í þeim skilningi að hann finnur fyrir persónu
legri nærveru stofnenda safnsins, ástríðunni sem liggur safneigninni til
grundvallar sem og alúðinni sem lögð hefur verið í sköpun, söfnun og
sýningu þessara muna og listaverka. Í því felst hið íkonógrafíska ritúal
– eða helgihald safnsins – og vissulega er það sviðsetning hvað sem líður
hinum heimilislega brag.
Slík upplifun er nokkuð annars eðlis en hið „meditatífa áhorf“ og
mætti lýsa sem „innilegri“; hún er innlifun sem er í vissri andstöðu við
þá fagurfræðilegu fjarlægð milli verka og áhorfenda sem myndast í
hefðbundnum listasöfnum. Skörun opinbers rýmis og einkarýmis endur
speglar áherslur þeirrar hugmyndafræði sem skrifuð er inn í byggingar
fræðilegt handrit Safnasafnsins og felur í sér að mörk af ýmsu tagi eru
máð, svo sem mörk fagurlista og nytjalistar, „hálistar“ og alþýðulistar,
hámenningar og alþýðumenningar, mörk hins lærða og hins leika, milli
fullorðinna og barna, milli aldraðs fólks og yngra, milli kynja, mörk
hins „heilbrigða“ og hins „sjúka“, mörk miðjunnar og jaðarsins. Þetta
skynjar safngesturinn ekki aðeins í sjónrænni upplifun safnbygging
arinnar og rýmisins innandyra, heldur í safnrýminu öllu, safneigninni,
sýningarhaldi og annarri miðlun. Í ávarpi forstöðumannsins, Níelsar
Hafstein, í sýningarskrá er rætt um
fjölbreyttar sýningar þar sem varpað er ljósi á hugmyndir og úrvinnslu þeirra
á nýjan hátt og hámenntaðir listamenn sýna við hlið áhugafólks. Óvænt sjón
arhorn og samanburður fæst á milli tveggja eða þriggja hugmynda sem eru
fullgerðar út frá ólíkum forsendum, t.d. leikfang, líkan, listaverk. Þá koma
ólíkar listastefnur til sögunnar. Nýstárlegar lausnir eru skoðaðar með hliðsjón
af hefðbundnum aðferðum. (Safnasafnið 1999)
Og ennfremur um
lífskraft og tjáningu listafólks á útjöðrum, í grasrót og afskiptum menning
arkimum. Þau líta einnig inn að miðju alþjóðlegrar myndlistar til að fá saman
burð, meta andstæður og hliðstæður, og spegla hræringar tímans. (Safnasafnið
2003)