Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Side 15
Ó l í k i r f j á r s j ó ð i r
TMM 2007 · 2 15
Þá kemur fram áherslan á barnslega og einlæga innlifun listamannanna
og gesta safnsins – og sýn forstöðumannsins á safnareynslu hins
almenna gests, en þar eru
sýningar í samstarfi við fólk á öllum aldri sem leitar barnslegrar gleði í hverjum
hlut … fær nýja sýn á lífið og virkjar sköpunarþrána í einlægni. Þó er ekki síður
ánægjulegt að deila hrifningunni með þakklátum gestum. (Safnasafnið 2000)
[G]estirnir eru sjálfkrafa þátttakendur í ævintýrum sem gefa barnslegu hugar
flugi þeirra lausan tauminn. (Safnasafnið 1999)
Tvö söfn – miðja og jaðar
Listasafn Íslands og Safnasafnið miðla afar ólíkum sjónarhornum á
íslenska myndlist. Safneign Safnasafnsins er brotakennd í eðli sínu,
samsett úr nokkrum ólíkum söfnum (alþýðulistasafni, brúðusafni, leik
fangasafni og Sérsafnasafninu), en Listasafn Íslands stefnir að heild
rænni safneign, þar sem áhersla er gjarnan á „lykilverk íslenskrar lista
sögu“ (þótt þessi eign sé vissulega alltaf í endurskoðun). Í Safnasafninu
eru ekki sýnd sérstök „lykilverk“ listasögunnar og safnið er opið fyrir
ýmsu sem ekki fellur undir ráðandi stefnur og strauma í listasögunni. Í
þessu samhengi er vert að gaumgæfa leiðandi hlutverk Listasafns Íslands
við mat á hvaða listaverk eigi heima á opinberu safni og hvað teljist vera
list hverju sinni, þ.e. hvað teljist til miðjunnar. Segja mætti að innkaupa
og sýningarstefna feli í sér ákveðið úrval eða „elítisma“ og þar með
einnig vissa útilokun. Söfnunarstefna og sýningar Safnasafnsins ein
kennast af því að ólíkir hlutir eru settir í innbyrðis samhengi svo úr
verður ný merking í hugrenningatengslum safngesta. Þetta felur í sér
skapandi sýn á íslenska listasögu í gegnum „virkt samtal“, svo notað sé
orðalag Ólafs Kvaran.
Safngestir eru ekki einsleitur hópur, þeir bregðast við á ólíkan hátt
eftir menntun, menningarheimi, stétt, kynþætti og kynferði. Starf
Safnasafnsins beinir sjónum að sköpunarstarfi ólíkra einstaklinga, þ.á
m. þeirra sem teljast á „jaðrinum“, og höfðar þar af leiðandi til ólíkra
samfélagshópa. Ólafur Kvaran hefur bent á vanda Listasafns Íslands
hvað þetta varðar; að hans mati mætti safnið hafa skýrari sýn á viðtak
endur sína – skilja betur „við hverja safnið talar“, í þeim tilgangi að þróa
viðmót sem mætir ólíkum þörfum. Eitt sinn spurði safngestur í Lista
safni Íslands, eldri kona, við innganginn hvort það þyrfti einhverja
menntun til að komast inn á safnið. Ólafur telur safnið vera dæmigert