Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Page 16
A n n a J ó h a n n s d ó t t i r
16 TMM 2007 · 2
afsprengi hugmyndarinnar um ákveðna menningarlega færni einstakl
inga, líkt og bent hafi verið á af ýmsum félagsfræðingum, þ.e. sérstakan
hæfileika eða menntun til að njóta listar og menningar. Rekja má slíka
hugmyndafræði til upplýsingarstefnunnar og hins upplýsta fyrirmynd
arþegns sem samsamar sig auðveldlega ríkjandi gildum samfélagsins
fyrir tilstuðlan byggingarfræðilegs handrits ákveðinna safngerða, eins
og Duncan og Wallach benda á. Af því má draga þá ályktun að í
tengslum við þróun opnara viðmóts þurfi að huga að því að hvaða leyti
Listasafn Íslands felur í sér innbyggt merkingarkerfi, sem beinist að til
teknu „normi“ þjóðfélagsþegna.
Í starfi Safnasafnsins má greina hvernig hugmyndafræði safnsins,
sem beinir ekki síst sjónum að „jaðrinum“,20 endurspeglast í allri
umgjörð safnsins, eða hinni íkonógrafísku frásögn: umhverfi utan og
innandyra, safneign og miðlun á henni í tengslum við sýningar og
útgáfu. Eins og Níels Hafstein hefur bent á lítur safnið þó einnig til
miðjunnar, m.a. til að draga fram ólíkar aðferðir lærðra og leikra lista
manna, og skilgreinir starfsemi sína þannig að einhverju leyti út frá
viðmiðum í listheiminum. Mikilvægur þáttur í starfi Safnasafnsins,
sem tengist hinu skapandi sjónarhorni á íslenska listasögu, beinist raun
ar að því að leiðrétta „rangfærslur í listasögu þjóðarinnar“ (Starfsstefna
1998–2005) eða „sögubjögun“ eins og segir í umfjöllun í Lesbók Morg-
unblaðsins árið 2001.21 Þar ræðir Gísli Sigurðsson blaðamaður um nei
kvætt viðhorf til alþýðulistar sem „föndurs“ sem sé „einskis virði, eitt
hvað sem fólk gerir sér til gamans og lætur sér ekki koma í hug að geti
verið list“. Þá bendir Gísli á hvernig verk alþýðulistamanna sem áður
voru lítils metin, svo sem verk Sölva Helgasonar, séu nú álitin fullgild
listræn verðmæti. Vitnað er í kynningarbækling safnsins þar sem segir:
Með þessu er verið að leggja í púkkið undir nýritun á listasögu landsins, sögu
bjöguninni, með því að safna, varðveita, skrásetja, rannsaka, skrifa um og
kynna verðmæti sem eiga undir högg að sækja.
Ljóst er að þau alþýðulistaverk, sem sýnd eru innan umgjarðar Safna
safnsins, öðlast nýtt gildi í samhengi listasafnsins, þar komast þau í
snertingu við listhugtakið líkt og þegar listaverk (og þ.á m. verk alþýðu
listamanna) eru keypt eða sýnd á Listasafni Íslands og verða þar með
hluti af ákveðnu opinberu listsamhengi. Vitna má í skilgreiningu Lista
safns Íslands á slíku samhengi á heimasíðu þess: „Í safninu eru helstu
lykilverk íslenskrar listasögu á 20. öldinni eftir fremstu listamenn þjóð
arinnar.“22 James Clifford mannfræðingur hefur lagt áherslu á grein
ingu á mörkum menningarheima ekki síður en á menningarheimunum