Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Page 18
A n n a J ó h a n n s d ó t t i r
18 TMM 2007 · 2
í svæði 3. Hlandskál franska myndlistarmannsins Marcel Duchamp
færist sem „readymade“, tilbúinn eða fundinn hlutur úr 3 upp í svæði
1, hins upprunalega höfundarverks, þegar hún er sýnd sem listaverk á
safni. Þannig mætti segja að verk á Listasafni Íslands séu kirfilega bund
in svæði 1, upprunaleikans, sanninda, sannferðis. Safnasafnið skilgrein
ir sig sem alþýðulistasafn, á mörkum svæða 1 og 2, svæðis upprunalegra
listaverka annars vegar og menningarlegra gripa hins vegar. Þar er m.a.
lögð áhersla á áhrif frá alþýðulist (handverk, bernsk sýn) í verkum
menntaðra myndlistarmanna sem og bent á listrænt gildi verka ólærðra
alþýðulistamanna. Innan vébanda Safnasafnsins eru söfn sem teljast til
svæðis 4, svo sem brúðusafnið og safn græns glers sem eru ekki upp
runalega listaverk heldur fjöldaframleidd markaðsvara en eru sökum
hugsanlegs fágætis, sem og menningarsögu og safnasamhengis, „á leið“
upp í 2 og jafnvel þaðan í 1. Þá sýnir safnið hluti á borð við líkön, tæki
og uppfinningar, þ.e. úr svæði 3, hluti sem eru framandi í menningunni
(ekkimenning) sem geta flust upp í svæði 1. Í ljósi kerfis Cliffords sýnir
merkingarframleiðsla Safnasafnsins fram á ákveðið afstæði: breytilega
merkingu og gildi hluta í tilteknu samhengi.
Lokaorð – hinn skapandi neisti
James Clifford leggur áherslu á að skilgreiningar á fagurfræðilegu,
menningarlegu og sannferðugu gildi taki sífelldum breytingum með
nýju sögulegu samhengi. Hann telur mikilvægt að sporna gegn því að
söfn verði sjálfbirgingsleg eða sjálfum sér nóg og „bæli söguleg, efna
hagsleg og pólitísk framleiðsluferli sín“.24
Aðspurður telur Ólafur Kvaran það ekki hlutverk Listasafns Íslands
að taka þátt í pólitískri samfélagsumræðu þar eð það sé samfélagsstofn
un og að slík umræða þyrfti þar af leiðandi að vera hluti af pólitískum
metnaði í stærra samhengi.25 Listasafn Íslands hafi sérstöðu sem þjóð
listasafn, það sé rekið með framlögum úr ríkissjóði, sé ekki háð mark
aðnum sem slíkum og geti því m.a. einbeitt sér að fagurfræðilegum
rannsóknum á staðbundinni listasögu á eigin forsendum og í alþjóðlegu
samhengi og að því að „þróa þekkingu sem lýtur að ákveðinni sýning
arstefnu“ sem sé forsenda fyrir fræðslu sem almenningur geti sótt sér.
Hins vegar takmarki húsnæðisskorturmjög svigrúm safnstarfsins.
Safnasafnið er sjálfseignarstofnun skv. samþykktri skipulagsskrá og
eru markmið safnsins bundin í opinberri starfsstefnu. Starfsemin hefur
gengið vonum framar og nú er verið að auka verulega við húsnæði
safnsins. Segja má að ýmsar þjóðfélagslegar spurningar sem tengjast