Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Side 19
Ó l í k i r f j á r s j ó ð i r
TMM 2007 · 2 19
mismunandi aðstæðum og lífskjörum fólksins í landinu séu innbyggðar
í starfsemi þess. Safneignin samanstendur ekki af „augnablikum úr
listasögunni“, því að þótt verkin séu að einhverju leyti tákn fyrir stærra
samhengi þá endurspeglar safneignin persónulega sögu og menningar
legar aðstæður einstaklinganna er skópu verkin.
Að lokum má segja að starf Listasafns Íslands gangi að mörgu leyti út
á greiningu og miðlun þeirra sköpunarverka sem til staðar eru innan
ákveðinnar umgjarðar – og það er alltaf hætta á að slík stofnun líti á
sköpunarkraftinn sem sjálfsagðan: hann býr í hefðarveldinu. Safnasafn
ið á Svalbarðsströnd leitar að og fagnar uppruna sköpunarkraftsins sem
neista er býr í hverjum og einum, hverju verki og umhverfinu öllu.
Starfsemi þess minnir okkur á að það þarf ávallt að endurnýja þessa
orku sköpunarinnar, vegna þess að hún þarf að vakna í hverjum ein
staklingi sem uppgötvar sjálfan sig á safni – stað þar sem vissum þáttum
lífsins og heimsins hefur verið safnað saman á merkingarbæran hátt.
Þetta á að sjálfsögðu einnig við um lykilhlutverk hins miðlæga þjóð
arsafns; þar þarf sköpunin stöðugt að birtast á nýjan hátt, ekki síst í
hinum vel kunnu verkum. Þar með fer hún um allt samhengi safnsins
og með safngestinum út fyrir mörk þess. Þannig að þótt þessi tvö söfn
gegni ólíkum hlutverkum, og geymi ólíka fjársjóði, þurfa þau bæði að
byggja á grunntóni slíkrar gagnvirkni, sem sprettur af forvitni, undrun,
ögrun, efasemdum og nautn.
Tilvísanir
1 Margrét Elísabet Ólafsdóttir fagurfræðingur ræðir þessa viðleitni í athyglisverðri
grein sinni „Hvað er að sjá og skilja?“ í síðasta hefti Tímarits Máls og menningar.
Þar segir hún beinlínis um íslenska myndlistarmenn: „Með því að vera opnir
gagnvart áhorfendum vona þeir að áhorfendur sem yfirleitt láta sig vanta á mynd
listarsýningar sjái að sér og mæti“ (1. hefti 2007, s. 111).
2 Erlendis hefur nokkuð borið á því að reist hafa verið gríðarlega stórar og tilkomu
miklar safnbyggingar (og hin musteriskennda ímynd listasafna þar með hagnýtt)
utan um safneign sem er að sama skapi tilkomumikil og eru þær gjarnan hann
aðar af heimsþekktum arkitektum. Sýningarhald er afar kostnaðarsamt og hafa
slík söfn lagt mikla áherslu á markaðsvæðingu. Þessi þróun tengist svonefndum
„upplifunar“túrisma sem beinir sjónum að upplifun sýningargesta fremur en að
þeir séu óvirkir viðtakendur. Hér á landi birtist þetta m.a. í vaxandi fjölda setra
af ýmsu tagi, einkum á landsbyggðinni þar sem höfðað er til ferðamanna.
3 Carol Duncan og Alan Wallach: „The Universal Survey Museum“, Art History, 3.
árg., nr. 4, desember 1980, s. 448–469.
4 Duncan og Wallach fjalla á almennan, listsögulegan hátt um áhrif listasafna og
það geri ég einnig í þessari grein. Slíkt mat er auðvitað mótað af ákveðinni reynslu