Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Síða 26
Þ ó r a r i n n E l d j á r n
26 TMM 2007 · 2
Ég sat þarna dálitla stund og sötraði kaffið mitt, kíkti lauslega í
Bændablaðið. Að öðru leyti var ég svo sem ekki að hugsa neitt sér
stakt, sat bara þarna og lét fara vel um mig, reyndi að nema
stemmninguna. Ég var í einskonar ferðaleiðslu og ekki alveg
tengdur við raunveruleikann. Kannski hef ég setið þarna í svo sem
stundarfjórðung. Eitthvert rennerí var á gestum á meðan, nokkrir
yfirgáfu staðinn og rúlluðu burt, aðrir bættust í hópinn en ég var
orðinn svo fjarrænn og afslappaður að ég veitti fólkinu svo sem
enga athygli. Þegar ég stóð loks upp og gekk út úr veitingasalnum
til að halda för minni áfram hafði ég því svo sem enga hugmynd
um hverjir gestanna höfðu verið á staðnum þegar ég kom og hverj
ir höfðu bæst í hópinn meðan ég staldraði við.
*
Bíllinn blasti við mér þegar ég kom út á planið aftur. Hann var í
stæðinu við hliðina á jeppanum mínum, sunnan við hann, fjær
skálanum. Mér fannst það strax dálítið skemmtilegt að þessi gamli
Saab skyldi hafa valið sér einmitt þennan stað. Hann var svo
ótrúlega líkur fyrsta bílnum mínum: Svartur, og gat auðveldlega
verið árgerð 71 eins og minn. Mér fannst strax eins og hann væri
á einhver hátt að vitja mín. Þegar ég kom nær sá ég að líkindin
voru enn meiri: Hann var með þaklúgu og krók. Þá þegar kom yfir
mig þessi undarlega tilfinning að þetta væri beinlínis gamli bíllinn
minn, þó það gæti auðvitað ekki verið, miðað við örlög hans á
sínum tíma. En hugsunin lét mig ekki í friði og þegar ég var kom
inn að jeppanum steig ég ekki strax inn í hann heldur fór að skoða
Saabinn betur. Allt stemmdi. Að vísu ekki bílnúmerið, í stað þess
var komið eitt af þessum fáránlegu einkanúmerum sem sumir
virðast hafa gaman af: ÚLALA, svona um það bil eins plebbalegt
og frekast er unnt að ímynda sér. En allt annað kom heim og
saman. Meira að segja áklæðið á sætunum var nákvæmlega eins.
Ég leit varlega í kringum mig og þegar ég þóttist viss um að enginn
sæi til mín tók ég að gægjast inn um gluggana og sannfærðist æ
betur um að þetta hlyti að vera minn bíll. Lokasönnunina fékk ég
svo þegar ég lagðist á bílstjóragluggann og gat komið auga á litla
skiltið niðri við gólf framan við hægra framsætið: AB Verdexa
Leasing – Malmö.