Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Page 27
B í l l i n n
TMM 2007 · 2 27
*
Við höfðum eignast þennan fyrsta bíl okkar úti í Svíþjóð, um svip
að leyti og ég lauk verkfræðináminu í Lundi, vorið 1976. Þá var
hann sem sé orðinn fimm ára og talsvert mikið keyrður en ráðu
nautar mínir töldu jákvætt að hann hefði verið í eigu langleigu
félags – Verdexa sem sagt – þar með væri tryggt að allt viðhald og
eftirlit hefði verið í góðu lagi frá upphafi. Allir pappírar staðfestu
reyndar að svo hefði verið.
Og ekki varð mér valið erfitt út frá tegundinni. Öll árin mín í
Svíþjóð hafði ég alltaf Saabmaður verið en aldrei hrifist af Volvo.
Pabbi átti alltaf Saab og var óspar á að lána mér bíla sína meðan ég
var í Menntaskólanum, enda bjuggum við í Hafnarfirði. Í Fánu var
ég kallaður homo saabiens.
Að auki var hann ekki dýr þessi bíll og leit mjög vel út og hent
aði okkur vel í alla staði. Hann reyndist okkur líka prýðilega í Evr
ópuferð sem við fórum þarna um sumarið, þá kom þaklúgan í
góðar þarfir, og síðan fluttum við hann heim með okkur um
haustið og notuðum hann ótæpilega næstu tíu árin. Hann stóð sig
frábærlega vel í hverri raun en var auðvitað orðinn hinn herfileg
asti skrjóður. Kolryðgaður og mjög víða meðhöndlaður með P38
og P40 plastefnum, trabantíseraður eins og það var kallað á þeim
árum. Auðvitað vorum við búin að fá okkur annan bíl og betri en
héldum Saabinum þó alltaf gangandi til að hafa hann í ýmislegt
volk og fyrir tryggðar sakir einnig.
Loks var þó ekki um annað að ræða en að losa sig við hann. Að
sjálfsögðu vildi enginn kaupa hann svo við auglýstum hann til
gjafar. Með grátandi tárum sá ég á eftir honum í hendur einhvers
ómennis utan af landi og frétti síðast af honum í mikilli niðurlæg
ingu vestur á fjörðum. Að sjálfsögðu hvarflaði ekki annað að mér
en að veslings gamli, góði Saabinn hefði svo fljótlega endað í förg
un.
Það var því meira en lítið gleðilegt, fannst mér, að sjá hann
svona endurfæddan. Augljóslega hafði hann komist í hendurnar á
einbeittum og vandvirkum fornbílamanni. Hvernig sem á því stóð
fann ég fyrir einhverskonar stolti út af þessu. Mér fannst eins og
einhver einhversstaðar á mínum vegum hefði staðið sig vel. Þetta