Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Síða 31
S j á l f V ö l u s pá
TMM 2007 · 2 31
Í Lesbók Morgunblaðsins 4. des. 2004 birtist grein eftir Eystein Þor
valdsson bókmenntaprófessor, þar sem hann undrast það tómlæti sem
Eddufræðingar vorir hafa sýnt Maddömunni og þeirri nýstárlegu
aðferð sem þar er beitt til að nálgast snið og íhöfn þess aldna listaverks,
sem gruna má að leynist á bak við torræð handrit. Það voru sem sé liðin
40 ár síðan Maddaman hljóp af stokkunum í fyrri útgáfu, án þess að
ljóst yrði viðhorf fræðanna til þess sem þar mætti ef til vill um deila og
hlyti að teljast til nokkurra tíðinda, ef víða spyrðist, nema hrakið yrði
gersamlega.
Í upphafi greinar sinnar kveður próf. Eysteinn Maddömuna með
kýrhausinn vera „athyglisverðasta rit sem birst hefur um þetta merkasta
kvæði allra Eddukvæða.“ Síðar í greininni ræðir hann um þá furðu, að
enn skuli menn setja saman fræðigögn um Eddukvæði án þess að
minnzt sé á þetta verk, og hann spyr: „Hvað veldur þessari undarlegu
þögn?“
Þar þykist ég þurfa að leggja fáein orð í belg.
Því það var fyrir svo sem hálfri öld að ég gerði mér það til dundurs að
svipast um eftir hugsanlegri upphafsgerð og trúlegum skilningi á
nokkrum torræðum vísum Íslendingasagna í útgáfu Hins íslenska
fornritafélags; en þar virtist mér eitt og annað ranglega skilið og skýrt.
Svo föngulegar þóttu mér ýmsar tilgátur mínar, að mér flaug í hug að
vera kynni þarflegt að birta eitthvað af þeim einhvers staðar.
Hér má það vel kallast frekja af leikmanni að láta fáfræði sína um
fornan kveðskap spóka sig á almannafæri. En þarna var um að ræða efni
úr kvæðum og vísum Egils, Hallfreðar, Kormáks og annarra fremstu
skálda vorra fyrr á öldum. Hins vegar mætti vænta þess, að þeir sem til
þess hafa valizt að annast fræðin, teldu sér skylt að vísa því á bug sem
bryti í bága við kórrétt vísindi, en létu gott heita ef eitthvað nýtilegt
fyndist þar innan um, og væri þá engu spillt, jafnvel betur farið en
heima setið. Réttast myndi að birta allt saman og láta reyna á vafaatriði.
Og út kom kver mitt Slettireka – leikmannsþankar um nokkrar gamlar
vísur (1956, 2. útg. 2001).
Allar horfur á þokkalegum viðtökum, þar sem vísir menn sýndu
fram á galla (og hugsanlega kosti innan um), brugðust gersamlega, því
ekki barst svo mikið sem hnerri þaðan sem viðbragða var vænzt.
Þó fór svo, að eftir hátt í áratugar þögn birtist Maddaman með kýr
hausinn (fyrri útg. 1964) þar sem fengizt er við sjálfa Völuspá, sem
fræðimenn hafa kallað frægasta kvæði sem ort hafi verið fyrr og síðar á
Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. Má það að vísu furðu gegna, að