Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Qupperneq 33
S j á l f V ö l u s pá
TMM 2007 · 2 33
komin á laggirnar en ég sendi henni eintak af Maddömunni ásamt þeirri
ósk, að birt yrði opinberlega álit á efni hennar, svo rækilegt sem ástæða
þætti til. Von bráðar fékk ég mjög vinsamlegt bréf frá forstöðumanni
stofnunarinnar, dr. Vésteini Ólasyni, þar sem því var heitið, að erindi
mitt skyldi afgreitt hið fyrsta.
Og nú hefur dr. Vésteinn staðið myndarlega við loforð sitt með vand
legri grein í Tímariti Máls og menningar.
Í grein sinni leitast Vésteinn við að fullnægja spurningum þeim sem
ég gat um hér í upphafi. Ljóst er að hann er þar í nokkrum vanda, því
flókið getur reynzt að halda hlífiskildi yfir grónum kenningum læri
feðranna án þess að vefengja nýjar röksemdir, sem kynnu að hafa til síns
ágætis nokkuð. Mér þykir sem hann vilji í lengstu lög afsaka fremur en
verja tilgátur eldri fræðimanna, sem Maddaman vill dæma úr leik.
Hér skiptir það ekki sízt máli, að opnazt hefur vettvangur þar sem
leikmenn og fræðimenn geta blandað saman fáfræði og þekkingu og
gengið í skrokk hvorir á öðrum, hvorumtveggju til hollustu og góðrar
gleði.
Snemma í grein sinni getur Vésteinn um þá ástundun fræðimanna,
einkum á 19. öld, að grafa upp úr handritum eldri gerð kvæða, oft með
verulegum „leiðréttingum“ og breytingum. Telur Vésteinn að frá þess
um starfa hafi menn horfið einkum vegna þess að niðurstöður urðu
margar og einatt harla ólíkar. — Trúlegt er það, og vandséð hvernig hjá
því gat farið, þegar hver og einn gat leyft sér að „leiðrétta“ út og suður
hvað sem var, án myndugs aðhalds frá handritinu sjálfu. Þar verður
hlutur formsins oft einna veigamestur. Því strangara sem aðhald forms
ins er, og því fremur sem kostað er að hlíta því, þeim mun líklegra er að
tiltekin leiðrétting sé réttmæt.
Um Völuspá hefur Maddaman fylgt þeirri reglu að endurskipa hand
ritsbrotum eftir hvorumtveggju þeim leiðarmerkjum sem greind verða,
efni og formi kvæðisins sjálfs, þannig að samhengi verði svo eðlilegt sem
efni hrekkur til innan ramma þeirrar formfestu sem augljós ástæða er
til að vænta. Strangt form Völuspár kemur fram í handriti, mjög brengl
að að vísu en þó auðþekkt drápuform. Ekki verður það leiðrétt á marga
vegu. Og sé það leiðrétt, veitir það efninu sífellt aðhald, sem ekki verður
undan vikizt, en upp rennur efnisþráður, að mestu auðskilinn og afar
sennilegur, borinn uppi af reglulegu drápuformi. Efnið og formið leið
rétta hvort annað, og verða hvort um sig því fullkomnara sem dyggileg
ar er fylgt þeim vísbendingum sem handritið hefur að geyma.
Þegar hér er rætt um leiðréttingar, er að sjálfsögðu ekki átt við þess