Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Qupperneq 34
H e l g i H á l f d a n a r s o n
34 TMM 2007 · 2
konar breytingar sem oft eru gerðar án greinilegs tilefnis í handriti,
heldur lagfæringar á líklegum villum skrifara. Og tilefni í handriti til
þess konar breytinga geta verið glögg og vafalaus.
Vésteinn getur þess að á tuttugustu öld hafi fræðimenn fremur
hneigzt að því að breyta sem minnstu, helzt engu, nema þá augljósum
málgöllum. Gizkar hann á að áhrif þaðan hafi á sínum tíma beint
athygli frá kveri mínu. Á leiðréttingar hlýt ég þó að teljast bæði spar
samur og harla vandfýsinn.
Sé ráð fyrir því gert, að Völuspá hafi í munnlegri og skriflegri geymd
allt frá uppruna sínum sífellt verið að breytast smátt og smátt í meðför
um manna, hví skyldi hún þá eiga að staðna á einhverjum tilteknum
tímapunkti sinnar ævisögu, hvernig sem hún er á sig komin? Allir sjá að
hún er afskræmd í meira lagi, en fræðimenn neita sér um að greiða
henni lokka, því allt í einu má engu hagga, heldur taka þeir til að kirja
lof um vænleik hennar og dularfulla speki.
Milli orða handritsins (8. vísu): „meyjar ámátkar“ og tilgátu Maddöm
unnar (13. vísu): „megir ámátkir“, (sem er veigamesta leiðrétting mín á
öllu kvæðinu) vill Vésteinn velja með hliðsjón af stafsetningu sam
kvæmt sennilegum framburði á 13. öld, sem hann gerir glögga grein
fyrir. Maddaman velur síðari kostinn m.a. samkvæmt eindreginni kröfu
efnisins og leyfi formsins. Hvar sem um er að velja annars vegar hárrétta
stafsetningu á efni sem er ekki annað en óskiljanlegt rugl, og hins vegar
lítilvægt frávik sem gæfi gallalaust og mjög sannfærandi efni, hefur slíkt
val ekki ævinlega þótt vandasamt. Hér er fyrri kosturinn slík fjarstæða,
að ég hygg að fáum hafi dottið í hug að reyna að skýra þar neitt af neinu
viti, en síðari kosturinn kemur sem kallaður þangað sem hans var brýn
þörf, enda hafa flestir talið að kafli hafi þar týnzt úr kvæðinu (sjá útg.
Sigurðar Nordals 1952. 63).
Ég skil ekki þau tormerki sem Vésteinn telur á því að gera upp á milli
tveggja hugsanlegra Völuspárgerða vegna þess að upphafsgerð sé ókunn.
Við hvað hefur allur sá fjöldi lærðra manna og leikra, sem á liðinni tíð
hefur legið yfir Völuspá, verið að bauka annað en að gera upp á milli ein
hverrar nýrrar hugmyndar um kvæðið og þeirrar sem annars verður
ráðin af handritum? Var allt það fólk að berjast við vindmyllur? Það hlýt
ur að vera hlutverk fræðimanna að koma texta handritanna í það horf sem
næst verður komizt ætlun skrásetjarans sáluga og, þegar svo ber undir,
fyrirrennara hans. Hvernig kvæðið var þar á undan veit enginn, og sá
einn kostur að sæta því. Þó væri hugsanlega þar kominn upphaflegur
texti, eða skammt í hann. En væri upphaf þekkt, hvers þyrfti þá að leita?