Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Síða 35
S j á l f V ö l u s pá
TMM 2007 · 2 35
Ekki get ég á það fallizt, að síður megi gera ráð fyrir drápuformi á
Völuspá vegna þess að hirðskáld beittu því á lofkvæði um konunga.
Eysteinn Þorvaldsson segir í grein sinni, þeirri er fyrr getur, að Andreas
Heusler telji að drápuformið hafi einnig verið notað á goðakvæðum og
að ortar hafi verið sjálfstæðar goðadrápur. Vésteinn spyr: „Getur ekki
verið að skáldinu hafi í lokakafla þótt vel við eiga að grípa aftur til fyrra
stefs: Vituð ér enn eða hvat?, þótt slík meðferð stefja brjóti í bága við
reglur hirðskálda?“ Hér verður röksemdum ekki við komið, en mér
þykir það gífurlega ósennilegt. Ég undrast dirfsku Vésteins að telja
hugsanlegt að skáldið hefði brotið upp sjálfa meginregluna í stranglega
hefðbundnum brag til þess eins að koma á framfæri máttlausum stíl
kenjum.
Um hvíta aurinn í 19. vísu handrits erum við Vésteinn alveg sammála,
enda þótt hann sé pínulítið skotinn í annarri skýringu, hvernig sem því
víkur við. (Hún gæti minnt á Maddömuna!)
Hörmulegt þykir mér að Vésteinn skuli gæla við fjárglæfrakvendið
Gullveigu, þótt ekki sé hann fyrstur til að ánetjast skassinu því. Þar tel
ég mig hafa vel fast undir fótum. Svo hlálegan usla hefur persóna sú gert
í bókmenntum vorum, að hún ætti naumast að vera íslenzkum fræðum
harmdauði.
Vésteinn kallar svo, að tilgáta Maddömunnar um 17. vísu tilgátutext
ans geti því aðeins „gengið upp“ að höfð sé eyða fast á eftir studdu. Hann
virðist ekki átta sig á því, að efni 3. og 4. línu 18. vísu gat alveg eins átt
heima í 7. og 8. línu 17. vísu, þannig að saman félli „er gullveigum / geir
of studdu / í höll Hávars / ok hana brenndu.“ Þarna er einmitt dæmi þess
sem bent er á í Maddömunni bls. 66: „En þó að allt bendi til þess í raun,
sem fyrir fram var mjög líklegt, að efnið og formið hljóti, eins og á
stendur, að vera öruggustu heimildirnar hvors um annað, þá verður þar
að sjálfsögðu ekki girt fyrir allan vafa um einstök smáatriði; enda er það
augljóst, að á stöku stað mætti skipa til á annan veg en þann sem hér er
sennilegastur talinn.“ Vésteini þykir sýnt, að eitthvað vanti þarna í
kvæðið, hvað sem það ætti að vera, enda tekur hann ekki mark á form
inu.
Um 18. vísu tilgátutextans spyr Vésteinn: „hverjir eru vanir hvers?
M.ö.o. hverjir eru án einhvers og án hvers eru þeir?“
Þessar spurningar skil ég ekki. Í vísunni stendur: Æsir spornuðu völl
una vanir vígspár; þ.e. þeir tóku til fótanna, vegna þess að þá skorti
vígspá, þá skorti spádóm um styrjöldina, auðvitað helzt heillaspá. Fátt
var nauðsynlegra í styrjöld en vígspá, sem jafnvel gat ráðið úrslitum í
bardaga. Slíka spá hugðist Óðinn sækja til völu.