Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Qupperneq 36
H e l g i H á l f d a n a r s o n
36 TMM 2007 · 2
Vésteini finnst stefið „Vituð ér enn eða hvat?“ öflugra í munni völ
unnar en sem ákall Óðins. Eigi þykir mér svo. Og hér skal sem endranær
leitað hins sennilega fremur en þess sem mér eða öðrum kann að þykja
snoturt eða af einhverjum ástæðum að öðru jöfnu æskilegt. Vésteinn
getur þess að einn fræðimaður, Gísli Sigurðsson, hafi fyrir ekki alllöngu
haldið því fram að völvan vitni til orða Óðins á fyrri fundi þeirra. (Ætla
mætti, að þar hafi Maddaman komið og endurbætt tilgátu Gísla, nema
fyrir það, að hún var fyrr á ferðinni en hann!)
Hveralundurinn dularfulli hefur lengi verið draumaland fræðimanna.
Ég hlýt því að samhryggjast þeim þegar dr. Vésteinn gengur til liðs við
mig um að brjóta hann í spón. En hafa skal hann þökk mína fyrir þá
liðveizlu. Mikla auðsveipni þarf að sýna barnalærdómnum til þess að
kjósa framvegis vist í Hveralundi.
Vísuparturinn 31. 1–4 „Gínn loft yfir / lindi jarðar“ hæfir svo fag
urlega í mark, þegar þess er minnzt að Loki hét öðru nafni Loptr, að
myndin af óvættinni sem gapir utan um allan himingeiminn fellur í
skuggann, jafnvel þótt Snorri léti það gott heita sem í handriti stóð.
Nornina sem fæðir Fenris kindir í 20. vísu tilgátutextans kallar
Vésteinn torskilda. Það tel ég að sé óþarfi, ef Maddaman (bls. 73) er höfð
með í ráðum, og skemmtilegur orðaleikur fær að njóta sín eins vel og
honum er greinilega ætlað.
Í stað orðanna Míms sýnir í 44. vísu tilgátutextans vill Vésteinn hafa
Míms synir, sem löngum var látið duga, þótt enginn skildi það. Hér skal
á það bent að sýnir fellur nákvæmlega að textanum, og stendur auk þess
í handriti Konungsbókar. Þar kemur það reyndar fyrir, en telst til undan
tekninga, að punktur sé ranglega settur yfir y.
Í málaleitan þeirri, sem um getur hér í upphafi, óskaði ég álits á efni
bókar minnar allrar í heild, en tiltók sérstaklega nokkur mikilvæg
atriði. Vésteinn fæst við þau öll í grein sinni, en segir fátt um annað
efni.
Eitt af því sem glöggt vitnar um hina endurfæddu Völuspá, en
Vésteinn gengur fram hjá, er sú furða, að úr efni hennar skuli spretta
fram þrjú heilsteypt kvæði, sem öll eru drápur og spinnast hvert um sig
um eitt stefjanna þriggja í Völuspá, þar sem allt fylgir fastri reglu um
stærð stefjabálka og skipan sömu stefja á jöfnu erindabili og allt efni
Völuspár fellur í ljúfa löð án þess að orði þurfi við að bæta. Hvernig geta
menn hugsað eins og allt sé þetta aðeins margföld tilviljun, eða látið eins
og ekkert sé?
Að lokum: Þó að í grein þessari sé á örfáum stöðum vitnað í Maddöm