Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Síða 40
40 TMM 2007 · 2
Katrín Jakobsdóttir
Leiðarstefið fyrirgefning
„Öðruvísi“ fjölskyldubækur Guðrúnar Helgadóttur
Guðrún Helgadóttir tók sér snemma stöðu sem talsmaður barna í
samfélaginu. Í fyrstu bókum sínum um Jón Odd og Jón Bjarna og
síðar um Pál Vilhjálmsson tók hún á málefnum barna á nýjan og
ferskan hátt, beindi kastljósinu að stöðu barna og baráttu þeirra
fyrir betra samfélagi fyrir alla; börn og fullorðna. Síðan má segja að
hver kynslóð hafi fengið sinn bókaf lokk eftir Guðrúnu, hvort sem
það eru Hafnarfjarðarbækurnar Sitji guðs englar saman í hring,
sænginni yfir minni á níunda áratugnum eða Ekkert að marka!
bókaf lokkurinn á þeim tíunda. Nýjasti f lokkurinn eru Öðruvísi
bækurnar en sú fyrsta þeirra, Öðruvísi dagar, kom út árið 2002,
Öðruvísi fjölskylda kom 2004 og sú síðasta, Öðruvísi saga, nú fyrir
jól 2006.
Þessar sögur lýsa rúmlega árs tímabili í lífi „öðruvísi“ fjölskyldu.
Aðalsöguhetjan er Karen Karlotta sem er níu ára þegar bókaflokk
urinn hefst en á tíu ára afmæli í síðustu sögunni. Karen Karlotta eyðir
mestum tíma með bróður sínum Jöra sem er tíu ára en þau eiga svo
eldri systkin, Matthildi sem er að verða stúdent og Martein sem er
fimmtán ára og hagmæltur. Karen Karlotta segir frá í fyrstu persónu
frásögn sem virðist spretta beint úr hugarheimi níu ára stelpu. Hún
lýsir öllum fjölskyldumeðlimum út frá sínu sjónarhorni og bendir les
endum á alls kyns furður í fjölskyldunni, eins og t.d. að pabbi hennar
sé ægilega gamall eða 58 ára, en það sé nú betra en að vera bara þrí
tugur eins og pabbi hennar Baddíar sem er alltaf að elta konur út um
allan bæ:
Þá er nú pabbi minn betri þó að hann sé gamall og ekkert mjög fallegur. Ekki
er hann að elta konur, enda mundu þær bara fara að hlæja. Hann nennir varla
að elta mömmu þegar henni er boðið í önnur hús, vill miklu frekar liggja heima
í sófa. (ÖD:8–9)