Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Side 41
L e i ð a r s t e f i ð f y r i r g e f n i n g
TMM 2007 · 2 41
Frásagnaraðferð Guðrúnar einkennist af hinu tvíþætta ávarpi þar sem
börn og fullorðnir geta lesið ólíka hluti úr textanum. Meðan ungur les
andi fylgist spenntur með bauki Karenar og félaga hennar kviknar
áhugi fullorðins lesanda á gamla pabbanum og mömmu Karenar, fer
tugri hárgreiðslukonu sem var „heillengi í fjölbrautaskóla og næstum
því orðin stúdent“ þegar hún eignaðist Matthildi (ÖD:9).
Til viðbótar við öll systkinin og foreldrana er svo Karlotta amma,
föðuramma Karenar Karlottu sem kemur reglulega inn á heimilið og
reynist máttarstólpi fyrir börn og fullorðna. Karen Karlotta telur í upp
hafi sögu að hún hafi aldrei átt mann og það segist hún skilja vel: „Hún
er ofboðslega stór og hún er með svört krulluð hár á hökunni sem koma
alltaf aftur hvernig sem mamma hamast við að plokka þau“ (ÖD:9).
Annað kemur í ljós þegar fjölskyldan kynnist Karli Ottó, föðurafa Kar
enar Karlottu, sem yfirgaf ömmu og pabba. Einn meginþráður bóka
flokksins snýst einmitt um þessa fortíð ömmu og hvernig amma reynir
að sættast við afa, ekki síst fyrir tilstilli Karenar Karlottu.
Í upphafi bókaflokksins fá lesendur smámyndir af öllum þessum
persónum, auðvitað með augum og eyrum Karenar Karlottu. Þá strax
kemur í ljós að Karen Karlotta hugsar á öðrum brautum en margir aðrir.
Hún getur t.d. breytt sér í flugu sem getur verið ansi hentugt. Hún getur
flogið burt hvenær sem hún vill, t.d. þegar henni leiðist, og séð hluti sem
aðrir sjá ekki. Þessu segir hún engum frá en það er mikilvægur þáttur í
persónu hennar. Karen Karlotta er stúlka sem hlustar og horfir á heim
inn með ákafri athygli og áhuga. Hún horfir víðar en bara yfir næsta
nágrenni, Karen Karlotta fylgist með heimsfréttunum og fyllist oft
áhyggjum yfir heimsástandinu. Þannig fær hún Millu vinkonu sína til
að halda með sér tombólu fyrir utan Bónus til að styrkja börnin í Palest
ínu en málefnið veldur usla og rifrildi hjá vegfarendum þannig að á
endanum flýja vinkonurnar af hólmi (ÖS:34–35). Þetta sýnir vel hvern
ig Karen Karlotta hugsar – ekkert mannlegt er henni óviðkomandi.
Bækurnar eru þó ekki þrungnar góðum boðskap þannig að þær séu
þungar í lestri, þvert á móti. Þær eru uppfullar af gríni og glensi sem
kemur ekki síst fram hjá aukapersónunum, Matthildi sem ætlar að fá sér
sílikonbrjóst, pabba sem alltaf sér aðrar hliðar á hlutunum eins og
kemur fram í Yorkferðinni þar sem hann einblínir aðallega á múrverk
víkinganna eða Marteini sem iðulega setur saman vísur sem flestar eru
í spaugilegri kantinum. Þegar kominn er desember í Öðruvísi dögum og
jólaskapið hvergi nærri, enda greiðir enginn pabba fyrir klósettin sem
hann er að múra í kringum og allt brjálað að gera hjá mömmu á hár
greiðslustofunni, yrkir Marteinn vísu: