Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Side 42
K a t r í n J a k o b s d ó t t i r
42 TMM 2007 · 2
Ógreiddar konur
á ógreiddu klói,
það er ekki að undra
þó út úr því flói.
Ég gerði heiðarlega tilraun til að koma Möttu í gott skap og sýndi henni vísuna.
Eftir hvern heldurðu að þetta sé? spurði ég.
Matthildur horfði fýlulega á mig. Gæti þetta ekki verið eftir þennan Bólu
Hjálmar? sagði hún. Var hann ekki soldið fyndinn?
Matta, heldurðu að það hafi verið klósett heima hjá BóluHjálmari? (ÖD:30–31)
Til tíðinda dregur hjá fjölskyldunni þegar Karen og Jöri fara að bera út
Moggann í götunni. Eitt hús vekur sérstaka athygli þeirra en þar býr
gömul kona sem þykir skrýtin. Karen eyðir löngum stundum í að velta
vöngum yfir þessari konu sem heitir Elísabet Davíðsdóttir og er ólík
flestum samborgurum sínum, til að mynda fer hún að skilja eftir hress
ingu handa Moggakrökkunum á köldum morgnum. Hjartað í Karen
nánast springur af hamingju yfir heitu kakói og samlokum: „Ég hafði
aldrei kynnst neinu þessu líku. Ég vissi ekki að svona gott fólk væri til í
þessu hverfi eða bara í heiminum yfirleitt“ (ÖD:22).
Saga Elísabetar og samskipti hennar við Karen Karlottu eru meg
instefið í fyrstu bókinni. Eins og sjá má hafa fyrstu kynni Karenar og
Elísabetar mikil áhrif á Karen og minna okkur á manngæskuna og
hversu mikilvæg hún er okkur öllum. Eitt bros getur dimmu í dagsljós
breytt; heitt kakó getur gefið köldum krökkum fullan heim af hamingju
og vellíðan. En Karen uppgötvar líka fljótt að manngæskan er því miður
allt of sjaldgæf í nútímaheimi og þykir skrýtin og óviðeigandi:
Hún er nú ekki eins og annað fólk, þessi kona, sagði hún [mamma].
Mér fannst að hún hefði átt að segja eitthvað annað, til dæmis hvað þetta væri
frábær kona, en hún sagði bara þetta.
Er hún ekki eitthvað klikkuð? sagði Matthildur. (ÖD:23)
Að vera góður við náungann er skrýtið, jaðrar við klikkun. Karen Karl
otta reiðist þessum viðbrögðum og ákveður að kynnast konunni betur.
Það á eftir að hafa áhrif á alla fjölskylduna, því Elísabet reynist eiga
mikla sögu að baki. Hún er gyðingur og bjó í Þýskalandi á stríðsárun
um. Hún hefur aldrei eignast mann enda hefði engin „venjuleg mann
eskja í þínu góða landi […] getað skilið svo mikla sorg,“ segir hún. „Og
þá er erfitt að deila lífinu með öðrum sem ekki getur hugsanlega ímynd
að sér slíkan hrylling“ (ÖD:53). Sorg Elísabetar hefur gefið henni sér