Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Page 43
L e i ð a r s t e f i ð f y r i r g e f n i n g
TMM 2007 · 2 43
staka sýn á lífið sem byggist á umburðarlyndi og fyrirgefningu. Sam
band þeirra Karenar Karlottu þróast áfram og þær hafa mikil áhrif hvor
á aðra. Báðar hafa einlægan áhuga á lífinu og þannig hafa þær áhrif til
góðs allt í kringum sig, bjarga mannslífum í bókstaflegri merkingu en
líka samskiptum og samböndum fólks.
Samband Karenar og Elísabetar er grunnurinn sem bókaflokkurinn
hvílir á. Þaðan streymir manngæska og fyrirgefning sem oft er erfitt að
finna í hraðskreiðu nútímasamfélaginu en reynast vera leiðarstef í
bókaflokknum. Fyrirgefningin er til dæmis til umræðu hjá Karen Karl
ottu og Baddí, bestu vinkonu hennar, þegar þær fara í fyrirgefningarleik
og ákveða að prófa að fyrirgefa öllum. Þær segja að vísu engum frá
leiknum, því eins og Baddí segir: „Allir mundu halda að værum að verða
bandhringlandi bilaðar“ (ÖF:43). Þegar Karen fréttir frá Jöra að amma
hennar sé búin að bjóða ungum innbrotsþjófi að nafni Kolbeinn að búa
hjá sér áttar Karen sig á því að amma hennar er heldur betur í fyrirgefn
ingarleik: „Býður bara manni sem ætlaði að stela frá henni að búa hjá
sér“ (ÖF:43).
Vinátta Kolbeins og ömmu er sterk og amma kemur ekki upp um
hann þegar hún kynnist foreldrum hans, lýgur blákalt um Kolbein og
nefnir ekki að þau hafi kynnst þegar hann braust inn til hennar. Karen
Karlotta verður svolítið hissa þegar hún heyrir ömmu ljúga – því hún
hefur áður sagt að ein lygi fæði af sér sjö aðrar – en af hverju ætti amma
svo sem að koma upp um Kolbein þegar hann er löngu hættur öllu rugli?
„Ég komst að þeirri niðurstöðu að þetta væri alveg rétt hjá ömmu þó að
hún segði ekki alveg satt“ (ÖS:42). Sannleikurinn er því kannski minni
dyggð en fyrirgefning og manngæska.
En þó að amma hafi fyrirgefið Kolbeini á hún erfitt með að fyrirgefa
afa sem yfirgaf hana og pabba ungur að árum. Þegar hann kemur til
Íslands á gamals aldri verða hvorki amma né pabbi neitt sérlega upp
rifin eins og sést á þessari skemmtilegu lýsingu: „En ég gleymdi aldrei
ykkur hérna, sagði hann og horfði á ömmu. Svo á pabba. Þau litu bæði
undan. Alveg eins og tröll sem höfðu fengið sól í augun“ (ÖF:50). Amma
skefur ekki utan af hlutum og þegar afi segist vona að sér verði fyrirgef
ið og hann ætli sér ekki að dvelja lengi á Íslandi fær hann hiklaus við
brögð: „Það líkar mér að heyra, sagði amma, verulega dónalega fannst
mér“ (ÖF:51).
Eftir svaðilfarir afa með pabba og Kolbeini á leið upp að Lakagígum
þar sem við liggur að þeir verði úti mýkist þó amma aðeins upp. En fyrst
og fremst er það Elísabet og reynsla hennar sem verður til þess að amma
skiptir um skoðun á afa þó að hægt gangi: