Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Side 44
K a t r í n J a k o b s d ó t t i r
44 TMM 2007 · 2
Hún Elísabet er búin að fyrirgefa nasistunum sem drápu næstum alla fjölskyld
una hennar. Bara af því að þau voru gyðingar. Eða hún er að minnsta kosti hætt
að hata þá. Hún segir að hatur eyðileggi fólk.
Amma leit snöggt á mig. Ég hata engan, sagði hún.
Æ, hvað mér létti. Mig langaði svo til að hún færi nú bara að fyrirgefa honum
afa. (ÖF:118–119)
Í síðustu bókinni vinnur Guðrún áfram með sama viðfangsefni. Karen
Karlotta verður tíu ára og hefur þroskast mikið á einu ári eins og reynd
ar öll fjölskyldan. Þá ákveður afi að bjóða allri öðruvísi fjölskyldunni í
frí til Englands um haustið. Amma bregst hin versta við boðinu í fyrstu
en ákveður svo að koma með, ekki síst fyrir áhrif Elísabetar sem er
óþreytandi að minna á gildi fyrirgefningar og mikilvægi kærleikans.
Sjálf missti hún góðan vin í fangabúðunum, aðeins nítján ára gamlan:
„Mikið vildi ég nú gefa til að hann hefði allt í einu birst eins og vinurinn
þinn, gamall og grár eins og við,“ segir hún, og þessi einföldu orð gal
opna augu ömmu (ÖS:84).
Þau fara því öll til York í Englandi; pabbi furðar sig á múrverkskunn
áttu víkinganna, Karen Karlotta veltir vöngum yfir stríði og friði og afi
gefur út bók um reynslu sína í heimsstyrjöldinni síðari. Sögunni lýkur
svo með því að amma fyrirgefur afa og Karen Karlotta býður ömmu sína
velkomna í Fyrirgefningarfélagið (ÖS:108).
Öðruvísi sögurnar snerta streng í brjóstum allra sem opna fyrir mikil
vægum viðfangsefnum þeirra. Þær snúast um grundvöll mannlegra
samskipta og hvernig við lifum með öðrum. Þar eru fyrirgefning og
kærleikur lykilatriði, hvort sem er í samskiptum milli ömmu og afa,
Karenar og Elísabetar eða Ísraela og Palestínumanna. Þegar þetta leið
arstef er fléttað saman við litríkar persónur og vænan skammt af spaugi
getur útkoman ekki orðið annað en góð. Óhætt er að spá því að þessi
bókaflokkur muni brátt teljast til sígildra sagna, eins og svo margar fyrri
bækur Guðrúnar Helgadóttur.