Tímarit Máls og menningar - 01.05.2007, Page 47
Þa r s e m h i m i n n i n n n e m u r v i ð f j a l l s r æ t u r n a r
TMM 2007 · 2 47
Machu Picchu þýðir á máli innfæddra (quechua) Gamla fjall eða
Forna fjall. Það hafði í mínum huga löngum verið á óskalistanum yfir
mest heillandi ævintýrastaði veraldar, sem gaman væri að komast í píla
grímsferð til, þó að harla litlar líkur væru á að sú ósk rættist.
Umrædd bók rataði til mín í fyrra, og jafnvel þá grunaði mig ekki að
síðla árs myndum við hjónin ásamt góðum hópi ferðafélaga feta í fótspor
Nóbelskáldsins og þúsunda frumbyggja eftir hinum víðfræga Inkastíg
hátt uppi í Andesfjöllum í átt til þessarar dularfullu borgar.
Snarbrött var hlíðin og tölvert átak að klífa ójafna steinana, „upp, upp,
upp í mót“. Borgin liggur í yfir 2400 m hæð þannig að loftþynning er
orðin nokkur, en þar sem við komum frá háborginni Cuzco í 3400 m
hæð og höfðum á leiðinni hækkað okkur upp í allt að 3800 m fundum
við ótrúlega lítið fyrir óþægindum komin svona langt niður – langleið
ina niður undir hæð Hvannadalshnjúks!
Á leiðinni sveimuðu um hugann myndir og setningar úr kvæðabálki
Nerudas, þar sem bruggaður er magnaður seiður úr náttúrulýsingum,
seiður sem er lofgjörð til frumbyggjanna en jafnframt fullur af sársauka,
eftirsjá og réttlátri reiði. Í ljóðunum eins og í umhverfinu kallast hið
smæsta blóm á við ógnarhá fjöllin allt um kring og þungur niður Urub
ambaárinnar niðri í dalnum minnir á hvernig blóðið rann þegar flokk
ar miskunnarlausra innrásarmanna óðu yfir landið og eirðu engu í leit
sinni að glóandi gulli.
En sigurlaun okkar voru gulli betri þegar upp var komið og hin stein
hlaðna borg blasti við.
Borgin týnda lifði aðeins í munnmælum innfæddra á svæðinu, allar
götur frá því að hún var yfirgefin um miðja sextándu öld og til ársins
1911, þegar Hiram Bingham, bandarískur sagnfræðiprófessor, uppgötv
aði yfirgrónar rústirnar eftir þrautseiga leit og nánast fyrir tilviljun.
Nú hefur svæðið verið hreinsað af gróskumiklum trjágróðri sem faldi
byggingarnar í nokkur hundruð ár og sannkallað veraldarundur blasir
við.
Skipulag, verkfræðilausnir, burðarþolspælingar, aðveitukerfi og frá
veita, allt þetta mætti ræða og reikna út og gera af því flóknar teikning
ar. Þeir sem byggðu borgina hafa jafnframt haft mikla þekkingu á gangi
himintungla, og líkt og í pýramídabyggingum á hásléttum Mexíkó og
niðri á Yucatanskaga sýnir nákvæm hönnun ótrúlega þekkingu á þessu
sviði.
Gleymum því ekki heldur að þeir sem byggðu borgina höfðu einung
is einföldustu handverkfæri og báru mest á sjálfum sér, samt eru steinar,